Saga Odda

1967

ODDI stofnaður

Oddi hf. stofnaður af Jóni Magnússyni og fleirum og vinnur saltfisk og skreið í nýju vinnsluhúsi.

1990

Fjárfest í frystihúsi

Oddi hf. kaupir frystihús HHP á Patreksfirði og hefur hefðbundinn frystihúsarekstur og selur afurðir undir merkjum SH ásamt saltfiskverkun. Félagið byrjar að kaupa aflaheimildir
1990

Nýtt skip við bryggju

Beitningavélaskipið Núpur BA 69 keypt og útgerð hafin.
2001

Garðar BA lendir

Garðar BA 64 kemur nýr frá Kína, en seldur 2004.
2005

Ný tækni

Ný vinnslulína frá Marel.
2007

Lausfrystir tekinn í notkun

Ný viðbygging og settur upp lausfrystir frá Marel.

2009

Brimnes BA til ODDA

Brimnes BA 800 keypt og 800 þígtonn með því.
2015

Brimnesinu skipt út

Patrekur BA 64 keyptur og Brimnes selt.

2017

Glænýr búnaður í vinnslu

Ný flatningsvél, roðflettivél, hausari, flökunarvél og FleXicut vatnsskurðarvél ásamt FleXisort.

2020

LAX

Laxavinnsla hefst.

Leiðandi í fiskvinnslu í yfir 50 ár

Oddi hf. er stærsta útgerðar og hvítfisksvinnslu fyrirtækið á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Starfsemin hefur falist í útgerð og vinnslu á bolfiski ásamt markaðssetningu á dýrmætu íslensku sjávarfangi á erlendri grund.