ODDI

FISKVINNSLA & ÚTGERÐ


Oddi hf. rekur útgerð og er framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er fyrirtækið þekkt á mörkuðum heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu.

 

Leiðandi í framleiðslu á fiski síðan 1967

Oddi starfrækir fiskvinnslu á Patreksfirði þar sem ferskar, frosnar og saltaðar afurðir eru unnar allt árið um kring. Framleidd eru flök, hnakkar og flakastykki úr þorski, ýsu og steinbít. Flakaður er eldislax fyrir dauðastirnunarferli hans og hefðbundin flattur saltfiskur. Oddi er þekktur gæðaframleiðandi í Evrópu og Ameríku sem eru helstu markaðssvæði Odda.

Fyrsta flokks vinnsla á hágæða hráefni

Oddi hf gerir út tvo línuskip, Núp BA-69 og Patrek BA-64 sem stunda ábyrgar veiðar úr fiskistofnum á Íslandsmiðum.

Sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki

Ferskur og frosinn fiskur

Oddi hefur um langt skeið framleitt hágæða hvítfisk afurðir, bæði ferskar og frystar, úr fyrsta flokks íslensku línuveiddu hréfni. Með tæknilegri vinnslu og skilvirku gæðaeftirliti höfum við hámarks sveigjanleika í framleiðslu margvíslegra afurða fyrir kröfuharða neytendur.

Saltfiskur

Oddi hefur frá stofnun starfrækt saltfiskvinnslu á Patreksfirði og fyrirtækið m.a. stofnað til þess. Með fyrsta flokks hráefni og mikla áherslu á gæðaeftirlit hafa traust og góð viðskiptasambönd varað í langan tíma og öll framleiðslan seld út á stöðugleika í gæðum framleiðslunnar.

LAX

Oddi byrjaði að vinna með lax haustið 2020 og hefur framleiðslan aukist hægt en örugglega síðan þá. Laxinn sem við framleiðum er einstakur þar sem hann er flakaður fyrir dauðastirnunarferli hans (pre-rigor). Pre-rigor flök eru af sérstaklega góðum gæðum með tilliti til ferskleika, litar og áferðar.

Vinnsluferli ODDA

Hér má sjá allan ferilinn frá veiðum og þar til að fullunninn afurð er klár út úr fiskvinnslunni Odda.

Hafðu samband

Hafið samband og við svörum eins fljótt og mögulegt er. Ef erindið er brýnt sendið okkur endilega tölvupóst eða heyrið í okkur í síma.

Eyrargata 1
450 Patreksfjörður

+354 450 2100

oddi@oddihf.is

Skildu eftir skilaboð