Saltfiskur
ODDI HEFUR FRAMLEITT SALTFISK FRÁ ÁRINU 1967
Oddi hefur frá stofnun starfrækt saltfiskvinnslu á Patreksfirði og fyrirtækið m.a. stofnað til þess. Með fyrsta flokks hráefni og mikla áherslu á gæðaeftirlit hafa traust og góð viðskiptasambönd varað í langan tíma og öll framleiðslan seld út á stöðugleika í gæðum framleiðslunnar.
OPO
OPO er hornmerki (vörumerki) saltfiskvinnslunnar og er mjög þekkt fyrir að vera hágæðavara á saltfiskmörkuðum á Ítalíu og Spáni. Saltfiskframleiðslan byggir nær eingöngu á flöttum þorski og löngu. Einnig er framleitt mikið af söltuðum þunnildum (e. migas) og þorskgellum.
FERLIÐ
Saltfiskurinn hjá Odda er unnin á hefðbundinn hátt þar sem þorskurinn er flattur, sprautusaltaður og settur í pækil. Að lokum er hann kafsaltaður þar til honum er pakkað. Þetta er gömul aðferð sem þróast hefur með aukinni tækni og gefur af sér framúrskarandi vöru.



