Fiskvinnsla
FISKVINNSLA ODDA
Oddi starfrækir fiskvinnslu á Patreksfirði þar sem ferskar, frosnar og saltaðar afurðir eru unnar allt árið um kring. Framleidd eru flök, hnakkar og flakastykki úr þorski, ýsu og steinbít. Flakaður er eldislax fyrir dauðastirnunarferli hans og hefðbundin flattur saltfiskur. Oddi er þekktur gæðaframleiðandi í Evrópu og Ameríku sem eru helstu markaðssvæði Odda.
SVEIGJANLEIKI
Sveigjanleiki hefur alltaf verið einn af lykilþáttum fyrirtækisins. Með fjölbreyttu hráefni, nýjustu tækjum og margvíslegum vinnsluaðferðum getur Oddi framleitt þær afurðir sem viðskiptavinurinn óskar eftir hverju sinni. Oddi hefur í gegnum tíðina unnið í nánu samstarfi við viðskiptavini sína í þróun afurða.
UPPRUNI HRÁEFNIS
Mestur hluti af því hráefni sem unnið er í Odda er línufiskur og kemur frá eigin bátum, Núpi BA-69 og Patreki BA-64. Einnig fáum við hráefni af viðskiptabátum okkar og lítill hluti er keyptur af fiskmörkuðum. Laxinn er alinn í fjörðunum í kringum okkur hér á Vestfjörðum.
HÁTÆKNI
Oddi hefur alltaf leitast við að hafa nýjustu tækni og þróun í sinni vinnslu til þess að stuðla að sem bestri samkeppnishæfni jafnt sem bestu vinnuaðstæðum fyrir starfsfólk. Við höfum unnið náið með íslenskum tæknifyrirtækjum um margra ára skeið. Með tækninni getum við tryggt viðskipavinum okkar bestu mögulegu gæði og stöðugleika.