Lax
EINI ÍSLENSKI PRE-RIGOR LAXINN Á HEIMSMARKAÐI
Oddi byrjaði að vinna með lax haustið 2020 og hefur framleiðslan aukist hægt en örugglega síðan þá. Laxinn sem við framleiðum er einstakur þar sem hann er flakaður fyrir dauðastirnunarferli hans (pre-rigor). Pre-rigor flök eru af sérstaklega góðum gæðum með tilliti til ferskleika, litar og áferðar.
FERSKLEIKI
Laxinn sem Oddi vinnur með er flakaður aðeins nokkrum klukkutímum eftir að honum er slátrað. Eftir að honum er slátrað er hann ofurkældur sem bæði eykur ferskleika hans og lengir geymsluþol. Laxinn er ekki erfðabreyttur og er ASC vottaður í gegnum alla framleiðslu keðjuna. Engin sýklalyf eru notuð við framleiðsluna og laxinn er ríkur af Omega-3 fitusýrum.
HÁTÆKNI
Oddi hefur bestu mögulegu framleiðslutækni fyrir þetta framleiðslustig og getur þess vegna framleitt hágæða afurð með miklum stöðugleika. Við notumst við laxaflökunarvél MS2730 frá Marel og er þetta fyrsta vélin af þeirri tegund á Íslandi.
AFURÐIR
Oddi framleiðir laxaflök sem hægt er að fá í fjórum mismunandi stigum á snyrtingu, frá lágmarks snyrtingu (A) og uppí hámarks snyrtingu (D).