Útgerð
VEIÐAR Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ
Oddi hf gerir út tvo línuskip, Núp BA-69 og Patrek BA-64 sem stunda ábyrgar veiðar úr fiskistofnum á Íslandsmiðum. Bæði skipin eru útbúin með sjálfvirkum beitningarvélum ásamt blæði og kælikerfi sem skilar hráefni í bestu mögulegu gæðum.
VEIÐARFÆRIÐ
Allt hráefni Odda er veitt á línu. Línu veiðar eru umhverfisvænar þar sem þær hafa lítil sem engin áhrif á botn sjávar og nota mun minni orku heldur en aðrar aðferðir. Línuveiðar fara einnig afar vel með aflann og þar af leiðandi skila inn hráefni í hæsta gæðaflokki.
HEILBRIGT HAF
Allt hráefni Odda er veitt í kringum Íslandsstrendur í hreinu hafi sem skilar inn hollum og næringarríkum afurðum. Fiskveiðar eru grundvallarþáttur í íslensku atvinnulífi og er því markmið okkar að nýta auðlindina skynsamlega með góðri umgengni og vernda stofna okkar svo að þeir endist næstu áratugina.