Um Vestra ehf.

Vestri  Patreksfirði hóf útgerð frá Patreksfirði á 100 lesta báts sem keyptur var frá Bolungarvík árið 1967 allt til ársins 1971.  Stofnendur voru þeir Jón Magnússon skipstjóri og Hjalti Gíslason stýrimaður.

 

Árið 1972 var stofnað hlutafélag um útgerðina og voru stofnendur Jón Magnússon, LiljaJónsdóttur,  Ólafur Magnússon, Kristín Pálsdóttir og Sigurgeir Magnússon og síðar gerðist Kristinn Guðjónsson huthafi.  Sama ár var ráðist í  kaup og rekstur á 200 lesta báti, Vestra BA-63, sem keyptur var frá Sauðárkróki, hann var seldur árið 1993.

 

Árið 1993 er keyptur í staðinn 30 lesta línu- og dragnótabátur með sama nafni, en hann var seldur árið 2000.

Árið 2000 var hafin smíði á nýju 100 lesta skipi í Kína í stað þess eldra,  mb. Vestri BA 63 og var hann útbúinn á dragnótaveiðar,  en hann var seldur árið 2005.

 

Árið 2005 er keyptur 200 lesta bátur frá Stykkishólmi sem einnig er Vestri BA 63 útbúinn á dragnóta- og togveiðar.

Meginhluti afla Vestra BA  gegnum árin hefur verið unninn hjá Odda hf. á Patreksfirði og í tengslum við endurskipulagningu árið 1994 tók Vestri ehf. þátt í hutafjárkaupum í félaginu og hefur eftir það átt tæplega 50% hlutafjár í Odda hf.  Frá þessum tíma hefur því eignarhald í stærsta fyrirtæki á Patreksfirði verið annar aðalþáttur í rekstri félagsins auk fyrrgreindrar útgerðar.

 

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi er Jón Magnússon skipstjóri. Hann var jafnframt skipstjóri á fyrstu skipum félagsins Vestra BA 63 eða til ársins 1973 og síðan á mb. Patreki BA 64 í eigu tengra félaga.

Vefumsjˇn