StarfsmannafÚlagi­ Gar­ar

Stefna & markmið starfsmannafélagsins Garðars

Tilgangur Starfsmannafélagsins hefur verið allt frá stofnun þess, eins og fram kemur í lögum félagsins: "Að stuðla að ýmsu félagsstarfi, t.d. skemmtanahaldi, menningar- og fræðslustarfi". Í lögum st.Garðars er félagsaðild skilgreind þannig: "Rétt á aðild eiga starfsmenn Odda hf.. Umsóknum skal skila til ritara félagsins. Hætti félagsmaður störfum, missir hann um leið félagsréttindi sín." 

Starfsmannafélag Odda  hf. er sameiginlegt félag starfsmanna en ekki einstakra hópa eða deilda
Í stuttu máli má segja að tilgangur og stefna Starfsmannafélagsins hafi allt frá upphafi haft það að markmiði að létta líf og tilveru félagsmanna sinna, standa t.d. fyrir árshátíðum og skemmtunum, ferðalögum og námskeiðum. 
Eitt helsta markmið félagsins er að leitast við að auka kynni starfsmanna og efla samstarf þeirra og samkennd; á allan hugsanlegan hátt, en vera ekki eingöngu niðurgreiðslustofnun

Stefna félagsins er að félagsmenn njóti sjálfir niðurgreiðslna, enda gæti stjórn þess að þær séu innan skynsamlegra marka og skipting sé sanngjörn.


Starfsmannafélagið verður sjálft að standa fyrir viðburðum ( s.s. utanlandsferðum, skemmtunum og öðru ) eigi niðurgreiðslur að koma til. Einstakir félagsmenn eða hópar þeirra eiga ekki rétt á greiðslum úr sjóðum félagsins.

 

Árlegir viðburðir (stefna) 
Stjórn félagsins skal í upphafi hvers árs setja upp viðburðaáætlun sem innihaldi a.m.k. 2 fasta viðburði á ári s.s. skemmtun (jólahlaðborð) í nóvember/desember og svo útihátíð eða starfsmannaferð til Rvk. etc. í apríl/maí.  Þess utan skal haldið við fjölbreyttum uppákomum.

 

Stjórn Starfsmannafélagsins leitast við að þeir viðburðir sem starfsmannafélagið stendur fyrir séu sem fjölbreyttastir og komi sem flestum félagsmönnum til góða og þeir finni eitthvað við sitt hæfi, tekur á móti hugmyndum og óskum félagsmanna og afgreiðir á skýran og málefnalegan hátt. 

Félag og félagsskapur er eitthvað sem allir geti tekið þátt í og fá að vera með, einfaldlega ef þeir hafa áhuga. Til að starfsemi félags geti verið öflug þurfa félagarnir að leggja sitt af mörkum.

 

Byggt á lögum starfsmannafélagsins Garðars. 

Vefumsjˇn