Um fyrirtki

Oddi  hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem á og rekur eigin útgerð, vinnslu og markaðsstarfsemi.  

 

Félagið gerir út skipið:  Núp BA-69  sem er beitingavélaskip og aflar um 3.000 tonna á ársgrundvelli og Patrekur BA 64 sem er beitingavélaskip og aflar um 1200 tonn á ársgrundvelli.

 

Í landi starfrækir fyrirtækið  bolfiskvinnslu þar sem saltaðar, ferskar og frosnar afurðir eru unnar úr bolfiski.

 

Oddi hf.  rekur sína eigin markaðsstarfsemi ásamt því að eiga í samstarfi við sölufyrirtæki og fagaðila um sölu á afurðum.

Nnar

Saga Odda hf.

Oddi hf. Patreksfirði var stofnað árið 1967 af Jóni Magnússyni skipstjóra, Lilju Jónsdóttur, Hjalta Gíslasyni stýrimanni, Helgu Pálsdóttur og Sigurgeir Magnússyni bankastarfsmanni.

 

Tilgangur félagsins var að vinna afla af 100 lesta bát í eigu sömu aðila Vestra BA-63, auk annarra báta á staðnum.

Starfsemin hófst árið 1967 með saltfiskverkun í 600 fermetra nýbyggðu húsnæði, sem stækkað var eftir umfangi upp í 2.600 fermetra 1981.

Nnar

Um Vestra ehf.

Vestri  Patreksfirði hóf útgerð frá Patreksfirði á 100 lesta báts sem keyptur var frá Bolungarvík árið 1967 allt til ársins 1971.  Stofnendur voru þeir Jón Magnússon skipstjóri og Hjalti Gíslason stýrimaður.

 

Árið 1972 var stofnað hlutafélag um útgerðina og voru stofnendur Jón Magnússon, LiljaJónsdóttur,  Ólafur Magnússon, Kristín Pálsdóttir og Sigurgeir Magnússon og síðar gerðist Kristinn Guðjónsson huthafi.  Sama ár var ráðist í  kaup og rekstur á 200 lesta báti, Vestra BA-63, sem keyptur var frá Sauðárkróki, hann var seldur árið 1993.

Nnar

Starfsmannaflagi Garar

Tilgangur Starfsmannafélagsins hefur verið allt frá stofnun þess, eins og fram kemur í lögum félagsins: "Að stuðla að ýmsu félagsstarfi, t.d. skemmtanahaldi, menningar- og fræðslustarfi". Í lögum st.Garðars er félagsaðild skilgreind þannig: "Rétt á aðild eiga starfsmenn Odda hf.. Umsóknum skal skila til ritara félagsins. Hætti félagsmaður störfum, missir hann um leið félagsréttindi sín." 

Nnar
Vefumsjn