föstudagurinn 1. september 2006

Nśpur į veišar

Núpur fór á veiðar í gær fimmtudaginn 31.8. og áætlar að landa á nýju fiskveiðaári n.k. mánudag. Þá fór Vestri BA einnig á veiðar og landar í vinnslu í byrjun næstu viku.   Þar með er hafin vinnsla á ný hjá Odda hf eftir sumarleyfi og hjólin aftur farin að snúast.

 

Eins og áður er framleiðslan ferskur fiskur í flug, saltfiskur og frystur fiskur.   

žrišjudagurinn 20. jśnķ 2006

Knattspyrna į sjómannadag 2006

Starfsmenn Odda hf. mættu galvaskir á knattspyrnumót  Sjómannadagsins á Patró 2006  þ.e. “Thorlacius Cup” mótið. Liðið er í mikilli framför og þó ekki hafi náðst meistartitilinn að þessu sinni er liðið tilbúið fyrir næsta mót að ári.

 

Liðið er þannig skipað talið frá vinstri efri röð:  Janusz Parzyzh, Piotr Kozuch, Örn Smárason, Boguslaw Kozuch, Marek Parzych.

 

Neðri röð: Jacek Zielinski, Slawomir Wsceborowski og Leszek Pliszka.

žrišjudagurinn 20. jśnķ 2006

Sjómannadagurinn 2006

Sigurvegarar í kappróðri 2006.

 

Það voru sigurreifir kappar sem fögnuði sigri í kappróðri á Sjómannadaginum á Patró 2006 en þeir kepptu fyrir Odda hf. í róðrinum.

 

Hér sjást þeir taka við farandbikar úr hendi formanns sjómannadagsráðs fyrir unnið afrek.

 

Farandbikar þessi er merkilegur fyrir þær sakir að um hann hefur verið keppt í mörg ár eða frá því Verslun Ó. Jóhannessonar gaf hann á sjómannadaginn 8. júní 1941.

 

Sigurliðið er þannig skipað talið frá vinstri:

Eiríkur Þórðarson formaður, Jaroslaw Purwin,  Tomasz Bartkowiak, Jacek Zielinski, Rafal Zaclonski, Marek Parzyzh og Leszek Pliszka.

 

Oddi hf. óskar þeim til hamingju með sigurinn.

mišvikudagurinn 17. maķ 2006

14 tonn af ferskum flökum į einum degi !

Mjög góður gangur hefur verið í vinnslunni að undanförnu.  17. maí voru unnin rúmlega 48 tonn af slægðu hráefni í húsinu. Unnin voru 27 tonn af ýsu sem fór að mestu fersk á Bretland eða tæp 14 tonn. 1,5 tonn af steinbít voru unnin í flug og ríflega 20 tonn fóru í salt.  Rétt um 40 manns eru í vinnslunni og verður því að segja að afköst hafi verið mjög góð eða rétt um 1200 kg á hvern mann.

 

Allt frá því í haust þegar Oddi tók inn nýja vinnslulínu frá Marel þá hafa afköst verið að aukast mikið.  Stundum veitir ekki af,  því að eftir að Vestri BA kom aftur inn í hráefnisöflunina í mars síðastliðnum, þá hefur hann fiskað mjög vel bæði steinbít og ýsu.  Núpur BA stendur alltaf fyrir sínu og kemur með sinn ,,skammt” reglulega ásamt Brimnesi BA, en hann hefur lagt allan sinn afla upp hjá Odda þetta fiskveiðiár og hefur það verið fyrirtækinu mjög mikilvægt.

mišvikudagurinn 22. mars 2006

Vestri til heimahafnar

Vestri BA 63 er væntanlegur til Patreksfjarðar rétt fyrir hádegi í dag  22. mars eftir miklar endurbætur í Esbjerg í Danmörku.

Skipið er búið að vera í Esbjerg frá því í nóvember s.l. í gagngerum breytingum. Meðal annars var sett í skipið ný og stærri aðalvél,  ný hjálparvél, nýr gír og skrúfubúnaður.  Þá var sett nýtt stýri, nýr kjölur og bógskrúfa í skipið.

 

S.l. sumar var sett í skipið nýr togbúnaður og er skipið nú vel búið til dragnóta- og trollveiða.

 

Danska skipasmíðastöðin Granley A/S í Esbjerg hefur skilað af sér vönduðu verki og urðu tafir á afhendingu frá upphaflegum samningi aðeins um 2 vikur. Vestri BA hefur veiðar síðar í vikunni.

Eldri fęrslur
Vefumsjón