mįnudagurinn 3. desember 2007

Ašalfundur 2007

Aðalfundur Odda hf. á Patreksfirði var haldinn  30. nóvember 2007. Ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 1.9.2006 til 31.8.2007 sýndi að reksturinn var félaginu hagstæður.  Rekstrartekjur voru 1.075 millj. og höfðu aukist um 25% frá fyrra ári.  Hagnaður var 63 millj.kr., en var árið á undan um 12 millj.kr.  Þetta er níunda árið í röð sem hagnaður er á rekstri félagsins.

 

Afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var heldur lakari í ár en í fyrra en er þó viðunandi.  Þessi jákvæða niðurstaða sem fæst,  þrátt fyrir óhagstæða sterka krónu, er aðallega tilkomin vegna hagræðingar í vinnslu og útgerð.  Þá hefur hagstæð staða á erlendum mörkuðum og magnaukningar í kjölfar kaupa á aflaheimildum jákvæð áhrif. Einnig eru fjármagnsliðir af erlendum skuldum félagsins hagstæðir vegna gengisþróunar krónunnar.

 

Aðalfundur ákvað að greiða 7% arð til hluthafa.

 

Félagið fjárfesti á árinu í fiskvinnslubúnaði og fiskvinnsluhúsnæði fyrir um 80 milljónir króna.  Þá jók félagið hlutafé í eignarhaldsfélaginu Glámu.  En mestar voru fjárfestingar í aflaheimildum og námu um 1.2 milljörðum króna á árinu.   Þá fjárfesti félagið í minni verkefnum og er m.a. áfram unnið að  þorskeldistilraunir hjá dótturfélaginu Þóroddi ehf., en þær hafa staðið yfir í um 9 ár. Einnig var fjárfest í fiskvinnsluverkefni á Bíldudal,  sem ekki er enn séð fyrir endann á.

 

Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum.

mišvikudagurinn 28. nóvember 2007

Ašalfundur 2007 bošašur

Aðalfundur Odda hf. verður haldinn í kaffistofu félagsins að Eyrargötu 1 á Patreksfirði föstudaginn 30. nóvember n.k. og hefst kl. 20.00

föstudagurinn 21. september 2007

Starfsmannaferš til Spįnar

Starfsmenn í landvinnslu Odda hf. hafa ákveðið að fara í skemmti- og kynnisferð til Barcelona um miðjan nóvember n.k.   Um er að ræða rúmlega 50 manna hóp  og hefur  ferðin verið í undirbúningi í nokkur ár.  Starfsmenn hafa safnað í ferðasjóð og tekið þátt í verkefnum í því skyni.

 

Starfsmenn hafa verið með þrjár árlegar uppákomur til að efla starfsandann,  s.s. skemmtiferð um nágrennið,  grillveislu og jólahlaðborð í desember,  en nú er komið að stóru ferðinni og er komin nokkur tilhlökkun í mannskapinn.

föstudagurinn 21. september 2007

40 įra afmęli

1 af 2

Afmælishátíð Odda hf. og Vestra ehf. verður haldin í Félagsheimili Patreksfjarðar 3. nóvember n.k. Oddi hf. var stofnaður í mars 1967 og útgerð á fyrsta Vestra BA hófst í sama mánuði og því 40 ár liðin frá upphafi útgerðar og fiskvinnslu hjá þessum félögum.

 

Í tilefni afmælisins verður afmælishóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, þar sem boðið verður til hófs núverandi  og fyrrverandi starfsmönnum ásamt mökum.  Þá verður boðið til  hófsins, til að samfagna með okkur, starfsmönnum tengdra félaga og þjónustufyrirtækja.

 

Nánari fréttir þegar nær dregur.

fimmtudagurinn 14. desember 2006

Ķslenskunįmskeiš

Íslenskunámskeiði hjá starfsmönnum Odda hf. og öðrum fyrirtækjum á Patreksfirði,  sem staðið hefur frá 10. október s.l.,  lauk í dag 13. desember í  kaffistofu Odda hf.

 

Guðrún Norðfjörð kennari og Steinar V Árnason meinatæknir hafa kennt á námskeiðinu sem lauk með útskrift í dag. Námskeiðið er haldið af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og styrkt af menntunarsjóðum atvinnulífsins og Odda hf.

 

Alls sóttu 30 nemendur námskeiðið, en það stóð í 50 kennslustundir og var kennt tvisvar í viku frá kl. 17 – 19.  Flestir luku  I. og II. áfanga í íslensku og nokkrir luku III. áfanga,  en þessir nemendur búa allir og starfa á Patreksfirði, að frátöldum einum sem er frá Bíldudal.

 

Að sögn Guðrúnar Norðfjörð hefur þetta verið skemmtilegur tími, “þau eru áhugasöm og því skemmtilegt að kenna þeim að tjá sig og skilja íslensku sem best og öll hafa þau tekið miklum framförum á þessum tíma”.

 

Þetta er í fjórða skiptið á 6 árum sem haldið er íslenskunámskeið hjá Odda hf. og er það orðinn fastur liður hjá fyrirtækinu.  Við útskriftina var nemendum boðið upp á jólakökur og annað góðgæti.

Eldri fęrslur
Vefumsjón