fimmtudagurinn 17. janúar 2013

Nýir starfsmenn á skrifstofu

Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá Odda nú um áramótin.  Guðrún Eggertsdóttir viðskiptafræðingur sem fjármálastjóri og María Ragnarsdóttir sem launafulltrúi.  

Oddi hf. býður þær velkomna til starfa.

fimmtudagurinn 17. janúar 2013

Sverrir hættir

Sverrir Haraldsson útgerðarstjóri hjá Odda til sjö ára hætti störfum í janúar 2013 og hóf störf  hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem Sviðstjóri bolfisksviðs frá sama tíma.

 

Stjórn og samstarfsmenn í Odda þakka Sverrir frábær störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

sunnudagurinn 30. desember 2012

Gleðilegt nýtt ár

Starfsmönnum Odda hf  til lands og sjávar er færðar bestu jóla- og nýársóskir og þakkir fyrir samstarfið á líðandi ári.

fimmtudagurinn 9. desember 2010

Samráðsfundir um sjálfbærni fiskveiða

Vakin er athygli á samráðsfundum matsnefndar Túns vegna mats á línu-, handfæra- og dragnótaveiðum á þorski, ýsu og steinbít innan íslensku fiskveiðilögsögunnar samkvæmt reglum Marine Stewardship Council um sjálfbærar fiskveiðar.

 

Fundir þessir verða á Suðureyri, Patreksfirði og Hellissandi í komandi viku. 

 

Sjá nánar frétt um málið á heimasíðu Túns og auglýsingu sem birt er á net- og prentmiðlum á viðkomandi svæðum.

 

Með bestu kveðju,

Vottunarstofan Tún ehf.

Eldri færslur
Vefumsjón