Skipverjar  Np BA 69
Skipverjar Np BA 69

Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi orðið eins mikið fyrir barðinu á því vonda veðri sem verið hefur í vetur en sjómenn við Íslandsstrendur og þá sérstaklega á Vestfjarðarmiðum.

 

Oddi hf hefur í tæp þrjú ár séð verslunarkeðjunni COOP í Sviss fyrir nær öllum ferskum þorskafurðum sem eru í þeirra verslunum og til þess að það sé hægt þarf að senda nýjan og ferskan fisk af bestu gæðum 4-5 sinnum í viku 52 vikur á ári.

 

Starfsmenn Odda og þar með taldir sjómennirnir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þessi keðja slitni aldrei og hafa lagt mikið á sig til þess og þá sérstaklega í vetur.

 

Innflytjandinn og kaupandi af afurðunum fyrir Sviss ICE-CO sendi öllum sjómönnunum á Núpi og Brimnesi svissneskt súkkulaði fyrir að hafa í vetur, oftar en ekki í stormi og stórsjó, sótt sjóinn og komið með úrvals hráefni í land.

 

Þessi bragur fygldi sendingunni frá Sviss:

 

Í bátnum brestur og hvín

og beygur úr andlitum skín

En sama hvað er

á sjóinn ég fer

,,Já, sjómennskan er ekkert grín“

 

Í stafni stendur hann viss

og starir í freyðandi fiss

Þótt vont sé í sjó

ei maldar í mó

því menn vilja fisk, út í Sviss

 

Þó í slabbi og slori ég vaði,

að slægja þorskinn með hraði.

Ég brosi og hlæ

því borgað ég fæ

í svissnesku skúkkulaði..

 

Meðfylgandi er mynd af áhöfn Núps ánægðir með að vera komnir í páskafrí með súkkulaði frá Sviss.

mnudagurinn 10. mars2014

Nr yfirvlstjri Np BA 69

Um mánaðarmótin janúar/ febrúar hóf Kristmundur A. Jónsson störf sem yfirvélstjóri á Núp BA 69. Haukur Þór Grímsson lét af störfum sem yfirvélstjóri á sama tíma. Við bjóðum Kristmund velkomin til starfa og þökkum jafnframt Hauki fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

mivikudagurinn 15. janar2014

Hrafnhildur htt eftir 20 r

Hrafnhildi kku g strf
Hrafnhildi kku g strf

Síðastliðinn föstudag lét Hrafnhildur Guðmundsdóttir af störfum eftir 20 ár hjá Odda hf. Starfsmannafélagið færði Hrafnhildi köku og blóm og var henni einnig fær kveðjugjöf frá Odda hf.  Við þökkum Hrafnhildi góð störf á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar.

rijudagurinn 4. jn2013

Starfsmannafer Odda 2013

 Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum

Starfsmenn Odda áttu glaða daga í starfsmannaferð sem farin var um Hvítasunnuhelgina. Alls voru 50 manns með í ferðinni og var suðurlandið skoðað að þessu sinni og aðsetur og gistingi var á Hótel Örk.

...
Meira
Sigurur Viggsson 60 ra
Sigurur Viggsson 60 ra

Í tilefni af því að Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri verður sextugur á morgun þann 4. maí, færði starfsfólk Odda hf. honum þessa flottu köku sem Birna Hannesdóttir bakaði og skreytti. Við óskum Sigga til hamingju með afmælið.

Eldri frslur
Vefumsjn