mánudagurinn 23. nóvember 2015

Nýtt skip til Odda hf.

Haukabergiđ leggst ađ bryggju á Patreksfirđi.
Haukabergiđ leggst ađ bryggju á Patreksfirđi.
1 af 2

Nýtt skip, Haukaberg SH-20, kom til heimahafnar á Patreksfirði sl. laugardagskvöld. Hið nýja skip, sem kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið.

 

Fjölmenni kom og tók vel á móti hinu nýja skipi og fagnaði með okkur í Odda. Þorsteinn Ólafasson, skipstjóri, sagði að siglingin hefði gengið vel og skipið væri traust.

miđvikudagurinn 11. nóvember 2015

Starfsmannabreytingar í Odda í nóvember 2015

Við bjóðum  velkomin  nýja starfsmenn til starfa hjá okkur í Odda, þau Ara Hafliðason og Jónu Sigursveinsdóttur sem koma yfir til okkar  frá Þórsberg á Tálknafirði.    
 
Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir er nýr verstjóri og hefur mikla reynslu á því sviði. Ari Hafliðason er nýr skrifstofustjóri og mun sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið, enda með margvíslega reynslu af rekstri í sjávarútvegi.  
 
Jafnframt hættu hjá okkur tveir starfsmenn.  
María Ragnarsdóttir launafulltrúi er farin til að að sinna eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu og Lilja Sigurðardóttir tók við nýju starfi  1. nóvember sem gæðastjóri hjá Fjarðarlax.  
 
Viljum við þakka Maríu og Lilju kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár  og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 
 
Skipverjar á Núp BA 69
Skipverjar á Núp BA 69

Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi orðið eins mikið fyrir barðinu á því vonda veðri sem verið hefur í vetur en sjómenn við Íslandsstrendur og þá sérstaklega á Vestfjarðarmiðum.

 

Oddi hf hefur í tæp þrjú ár séð verslunarkeðjunni COOP í Sviss fyrir nær öllum ferskum þorskafurðum sem eru í þeirra verslunum og til þess að það sé hægt þarf að senda nýjan og ferskan fisk af bestu gæðum 4-5 sinnum í viku 52 vikur á ári.

 

Starfsmenn Odda og þar með taldir sjómennirnir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þessi keðja slitni aldrei og hafa lagt mikið á sig til þess og þá sérstaklega í vetur.

 

Innflytjandinn og kaupandi af afurðunum fyrir Sviss ICE-CO sendi öllum sjómönnunum á Núpi og Brimnesi svissneskt súkkulaði fyrir að hafa í vetur, oftar en ekki í stormi og stórsjó, sótt sjóinn og komið með úrvals hráefni í land.

 

Þessi bragur fygldi sendingunni frá Sviss:

 

Í bátnum brestur og hvín

og beygur úr andlitum skín

En sama hvað er

á sjóinn ég fer

,,Já, sjómennskan er ekkert grín“

 

Í stafni stendur hann viss

og starir í freyðandi fiss

Þótt vont sé í sjó

ei maldar í mó

því menn vilja fisk, út í Sviss

 

Þó í slabbi og slori ég vaði,

að slægja þorskinn með hraði.

Ég brosi og hlæ

því borgað ég fæ

í svissnesku skúkkulaði..

 

Meðfylgandi er mynd af áhöfn Núps ánægðir með að vera komnir í páskafrí með súkkulaði frá Sviss.

mánudagurinn 10. mars 2014

Nýr yfirvélstjóri á Núp BA 69

Um mánaðarmótin janúar/ febrúar hóf Kristmundur A. Jónsson störf sem yfirvélstjóri á Núp BA 69. Haukur Þór Grímsson lét af störfum sem yfirvélstjóri á sama tíma. Við bjóðum Kristmund velkomin til starfa og þökkum jafnframt Hauki fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

miđvikudagurinn 15. janúar 2014

Hrafnhildur hćtt eftir 20 ár

Hrafnhildi ţökkuđ góđ störf
Hrafnhildi ţökkuđ góđ störf

Síðastliðinn föstudag lét Hrafnhildur Guðmundsdóttir af störfum eftir 20 ár hjá Odda hf. Starfsmannafélagið færði Hrafnhildi köku og blóm og var henni einnig fær kveðjugjöf frá Odda hf.  Við þökkum Hrafnhildi góð störf á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar.

Eldri fćrslur
Vefumsjón