fimmtudagurinn 31. desember 2015

Patrekur BA 64

Patrekur BA 64
Patrekur BA 64
1 af 2

Í dag eru nákvæmlega 26 ár frá því að fyrsta skip Odda hf. var afhent en það var 31. desember 1989. Skipið var Patrekur BA 64 sem hafði verið í eigu Patreksfirðinga í nokkur ár. Það er því gaman að því að hið nýja skip Odda hf. skuli fá sama nafn en Haukaberginu var gefið nýtt nafn í gær, Patrekur BA 64. Megi gæfa fylgja nýja skipinu og nafninu.

föstudagurinn 4. desember 2015

Starfsafmęlum fagnaš

Ķ morgun voru žessir starfsmenn heišrašir: Marta, Marek, Boguslaw, Henryk, Marek, Halina, Beata, Marzena, Wioletta, Pétur, Janusz og Anna.
Ķ morgun voru žessir starfsmenn heišrašir: Marta, Marek, Boguslaw, Henryk, Marek, Halina, Beata, Marzena, Wioletta, Pétur, Janusz og Anna.
1 af 2

Í morgun voru 9 starfsmenn heiðraðir fyrir að hafa starfað í meira en 10 ár og 3 starfsmenn fyrir að hafa starfað í meira en 15 ár í Odda hf. en fyrr í haust voru 7 starfsmenn heiðraðir fyrir að hafa starfað í meira en 10 ár. Þessir starfsmenn hafa því 205 ára starfsreynslu sem er verðmætur sjóður. Meðalstarfsaldur starfsmanna í Odda hf. er u.þ.b 9 ár. Við óskum þessum starfsmönnum til hamingju og hlökkum til samstarfsins næstu ár.

 

Rocznica z okazji pracowników ktorzy pracuja 10 lat i powyzej.

Dzis rano, 9 pracownikow bylo uhonorowanych za przepracowanie 10 lat, oraz 3 pracownikow ktorzy przepracowali wiecej niz 15 lat. W okresie jesieni 7 pracownikow zostalo uhonorowanych za przepracowanie wiecej niz 10 lat. Pracownicy ktorzy obchodzili te rocznice, w sumie przepracowali 205 lat, co jest bardzo cenne dla zakladu. Srednia wieku pracy w Oddim wynosi srednio 9 lat. Zyczymy tym pracownikom wszystkiego najlepszego, oraz liczymy na owocna przyszlosc.

mįnudagurinn 23. nóvember 2015

Nżtt skip til Odda hf.

Haukabergiš leggst aš bryggju į Patreksfirši.
Haukabergiš leggst aš bryggju į Patreksfirši.
1 af 2

Nýtt skip, Haukaberg SH-20, kom til heimahafnar á Patreksfirði sl. laugardagskvöld. Hið nýja skip, sem kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið.

 

Fjölmenni kom og tók vel á móti hinu nýja skipi og fagnaði með okkur í Odda. Þorsteinn Ólafasson, skipstjóri, sagði að siglingin hefði gengið vel og skipið væri traust.

mišvikudagurinn 11. nóvember 2015

Starfsmannabreytingar ķ Odda ķ nóvember 2015

Við bjóðum  velkomin  nýja starfsmenn til starfa hjá okkur í Odda, þau Ara Hafliðason og Jónu Sigursveinsdóttur sem koma yfir til okkar  frá Þórsberg á Tálknafirði.    
 
Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir er nýr verstjóri og hefur mikla reynslu á því sviði. Ari Hafliðason er nýr skrifstofustjóri og mun sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið, enda með margvíslega reynslu af rekstri í sjávarútvegi.  
 
Jafnframt hættu hjá okkur tveir starfsmenn.  
María Ragnarsdóttir launafulltrúi er farin til að að sinna eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu og Lilja Sigurðardóttir tók við nýju starfi  1. nóvember sem gæðastjóri hjá Fjarðarlax.  
 
Viljum við þakka Maríu og Lilju kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár  og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 
 
Skipverjar į Nśp BA 69
Skipverjar į Nśp BA 69

Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi orðið eins mikið fyrir barðinu á því vonda veðri sem verið hefur í vetur en sjómenn við Íslandsstrendur og þá sérstaklega á Vestfjarðarmiðum.

 

Oddi hf hefur í tæp þrjú ár séð verslunarkeðjunni COOP í Sviss fyrir nær öllum ferskum þorskafurðum sem eru í þeirra verslunum og til þess að það sé hægt þarf að senda nýjan og ferskan fisk af bestu gæðum 4-5 sinnum í viku 52 vikur á ári.

 

Starfsmenn Odda og þar með taldir sjómennirnir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þessi keðja slitni aldrei og hafa lagt mikið á sig til þess og þá sérstaklega í vetur.

 

Innflytjandinn og kaupandi af afurðunum fyrir Sviss ICE-CO sendi öllum sjómönnunum á Núpi og Brimnesi svissneskt súkkulaði fyrir að hafa í vetur, oftar en ekki í stormi og stórsjó, sótt sjóinn og komið með úrvals hráefni í land.

 

Þessi bragur fygldi sendingunni frá Sviss:

 

Í bátnum brestur og hvín

og beygur úr andlitum skín

En sama hvað er

á sjóinn ég fer

,,Já, sjómennskan er ekkert grín“

 

Í stafni stendur hann viss

og starir í freyðandi fiss

Þótt vont sé í sjó

ei maldar í mó

því menn vilja fisk, út í Sviss

 

Þó í slabbi og slori ég vaði,

að slægja þorskinn með hraði.

Ég brosi og hlæ

því borgað ég fæ

í svissnesku skúkkulaði..

 

Meðfylgandi er mynd af áhöfn Núps ánægðir með að vera komnir í páskafrí með súkkulaði frá Sviss.

Eldri fęrslur
Vefumsjón