ţriđjudagurinn 7. febrúar 2017

Nýr framkvćmdastjóri og ný stjórn í Odda hf.

Nýr framkvæmdastjóri
Skjöldur Pálmason er nýr framkvæmdastjóri Odda. Hann lauk námi frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 með BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun. Hann situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja m.a. var hann formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ehf 2008 til 2010. Formaður stjórnar saltfiskframleiðenda frá stofnun til 2015, í dag er hann m.a. formaður stjórnar Fiskmarkaðs Patreksfjarðar og í stjórn Iceland Westfjords Seafood.
Skjöldur er fæddur 1968 og uppalinn Patreksfirðingur og hefur starfað við ýmis störf m.a. sjómaður, kennari, verkstjóri, framleiðslustjóri og síðar rekstrarstjóri hjá Odda frá árinu 1993.
Skjöldur er kvæntur Maríu Ragnarsdóttur og eigu þau 3 börn.

Ný stjórn sem er þannig skipuð:
Sigurður Viggósson formaður, Erla Kristinsdóttir og Ingveldur Ásta Björnsdóttir, varamenn í stjórn Eiríkur S Svavarsson, Skjöldur Pálmason og Jón Magnússon.
Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 1990 og sá um bókhald félagsins og fjárreiður mörg ár þar á undan. Hann lauk verslunarprófi árið 1973 og síðar sjávarútvegsfræði frá EHÍ árið 1990. Hann starfaði hjá Samvinnubankanum og Kaupfélaginu á Patreksfirði og hóf rekstur eigin fyrirtækis á sviði bókhalds og tölvuvinnslu árið 1978 til 1990.
Sigurður situr í stjórnum margra félaga og samtaka m.a. formaður stjórnar Vestra ehf. Hann situr einnig í stjórn SFS samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sigurður er fæddur í Tálknafirði en hefur átt heima á Patreksfirði frá 10 ára aldri. Hann hefur stundað ýmis störf á Patreksfirði og tekið þátt í margvíslegum félagsstörfum í sveitarstjórnum og frjálsum félagasamtökum.
Sigurður er kvæntur Önnu Jensdóttur og eiga þau 4 börn.
Sigurður tekur við stjórnarformennsku af Einari Kristni Jónssyni rekstrarhagfræðingi sem verið hefur formaður stjórnar Odda frá árinu 1994 eða í nærri 23 ár. Einar hefur styrkt stjórn Odda allan þennan tíma og tekið virkan þátt í starfi hennar. Góðan árangur í starfsemi Odda má m.a. rekja til góðra verka hans við stefnumótun, skipulag, áætlanagerð og samningatækni.


Erla Kristinsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarapróf í stjórnun og fjármálum fyrirtækja. Hún hefur verið í stjórn Odda í 3 ár og var áður framkvæmdastjóri hjá Sjávariðjunni á Rifi í 20 ár, en starfar nú sjálfstætt sem verkefnastjóri og ráðgjafi við ýmis störf tengd rekstri fyrirtækja og stjórnum m.a. endurskipulagningu, fjármálum, vöruþróun, sölu og markaðsmálum. Í hlutastarfi sl. 2 ár hefur Erla verið verkefnastjóri hjá Iceland sustainable fisheries sem sér um sjálfbærni vottun á fiskistofnum Íslands eftir MSC staðli. 
Erla situr einnig í stjórnum Sjávariðjunnar Rifi ehf., Hótel Hellissands ehf. og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. 
Erla er gift Erni Tryggva Johnsen og eiga þau 4 börn. Erla er Snæfellingur í báðar ættir og ólst upp á Rifi, þar sem fjölskylda hennar hefur rekið útgerð í 4 kynslóðir. 
  
Ingveldur Ásta Björnsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og með MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Ingveldur starfaði hjá Arion Banka og forverum hans á árunum 2005 til ársloka 2016, síðast sem viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi bankans á fyrirtækjasviði.
Ingveldur situr einnig í stjórnum Travel West ehf., Svörtuloftum ehf., og Útgerðarfélagsins S.Ó. slf.
Ingveldur er í sambúð með Árna Frey Valdimarssyni og er ættuð frá Patreksfirði, afi hennar og amma eru þau Sigurður Sigurðsson og Ingveldur Ásta Hjartardóttir.

Varamenn í stjórn:
Eiríkur S Svavarsson er framkvæmdastjóri Kjölfestu slhf og sest í varastjórn. Hann tekur við Kolbrúnu Jónsdóttur sem hætti sem framkvæmdastjóri Kjölfestu s.l. haust og er nú fjármálastjóri Íslandshótela. Eiríkur er hæstaréttarlögmaður og hefur verið meðeigandi lögmannstofum undanfarin áratug. Þá var Eiríkur skipaður af fjármálaráðherra í framkvæmdahóp sem undirbjó og annaðist afnámsferli fjármagnshafta á árunum 2014-2016.
Jón Magnússon er stofnandi Odda hf. og hefur setið óslitið í stjórn félagsins í 50 ár. Hann var skipstjóri til margra ára og framkvæmdastjóri Odda og tengdra fyrirtækja í áratugi og situr ennþá í stjórn Vestra ehf. og hefur gert frá stofnun þeirrar útgerðar.
Skjöldur Pálmason er varamaður í stjórn og nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

mánudagurinn 16. janúar 2017

Nýr framkvćmdastjóri Odda hf.

Skjöldur Pálmason, framkvćmdastjóri.
Skjöldur Pálmason, framkvćmdastjóri.

Skjöldur Pálmason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Odda hf., en Sigurður Viggósson hefur látið af störfum að eigin ósk og var kjörinn formaður stjórnar félagsins á aðalfundi 3. janúar 2017.
Sigurður mun starfa áfram að hluta fyrir félagið sem starfandi stjórnarformaður.
Einar Kristinn Jónsson sem verið hefur formaður stjórnar í tæplega 23 ár hætti í stjórn og er honum þökkum farsæl störf fyrir félagið.
Oddi hf.
Patreksfirði 16. janúar 2017.

ţriđjudagurinn 28. júní 2016

Vinnuskólinn í heimsókn

Guđrún Anna og Skjöldur segja krökkunum í fyrri hópnum frá.
Guđrún Anna og Skjöldur segja krökkunum í fyrri hópnum frá.
1 af 2

Krakkarnir úr Vinnuskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði komu í heimsókn til okkar í Odda hf. til að fræðast um hvað við erum að gera dags daglega, hvernig við vinnum fiskinn, hvert við seljum hann og svo framvegis. Skemmtileg heimsókn og krakkarnir um margt vísari um sjávarútveg. Takk fyrir komuna !

Hluti verđlaunahafa á Oddamótinu í golfi 2016.
Hluti verđlaunahafa á Oddamótinu í golfi 2016.
1 af 2

Oddamótið í golfi, hluti af mótaröð sjávarútvegsklasans á Vestfjörðum, var haldið laugardaginn 18. júní sl. 54 þáttakendur mættu og spiluðu af innlifun og keppnisgleði. Haldin var grillveisla um kvöldið og verðlaunaafhending og má sjá verðlaunahafana á meðfylgjandi myndum.

mánudagurinn 15. febrúar 2016

Garđar BA 64 - líkan

Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerđarmađur.
Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerđarmađur.
1 af 2

Jónatan J. Stefánsson vélstjóri mætti til Patreksfjarðar í dag með líkan af Garðari BA 64 – landsþekktu skipi í útgerðarsögu landsins.  Upprunalegi Garðar, sem var byggður árið 1912 hefur verið í sátri í landi Skápadals í botni Patreksfjarðar frá árinu 1980.  Skipslíkanið er gert af Grími Karlssyni fyrrverandi skipstjóra  og er í réttum hlutföllum og er mikil listasmíð.

 

Jónatan sem er 73 ára í dag  15. febrúar var yfirvélstjóri fjögur síðustu árin áður en Garðari var lagt árið 1980 og ber miklar taugar til skipsins og Patreksfjarðar.  Jón Magnússon skipstjóri og stofnandi Odda og fleiri útgerðarfyrirtækja á Patreksfirði tók á móti skipinu, en það verður geymt í Odda hf á Patreksfirði,  þar til stofnað verður sögu- og minjasafn um úrtgerðarsögu Patreksfjarðar.

 

Myndirnar tók Janus Traustason.

Eldri fćrslur
Vefumsjón