mįnudagurinn 26. nóvember 2018

Nśpur BA 69 laus af strandstaš.

Nśpur BA aš leggjast aš.
Nśpur BA aš leggjast aš.
1 af 2

Varðskipið Þór dró Núp BA 69 af strandstað um kl. 9.15 í morgun. Björgunarskipið Vörður dró síðan Núpinn til Patreksfjarðarhafnar þar sem fram fór skoðun á botni og lítur út fyrir að það sé skemmd á skrúfu en litlar skemmdir á botni. Verður Núpur fjótlega dreginn til Hafnarfjarðar til viðgerðar.

Til allrar hamingju slasaðist enginn en aðstæður voru hinar bestu, logn og sjólaust. Oddi hf. vill koma á framfæri þökkum til allra sem komu að björgunaraðgerðum. 

mįnudagurinn 19. nóvember 2018

Framśrskarandi fyrirtęki annaš įriš ķ röš.

Siguršur og Skjöldur meš višurkenninguna.
Siguršur og Skjöldur meš višurkenninguna.

Oddi hf. hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo annað árið í röð.

Alls uppfylla 857 fyrirtæki eða einungis 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi ströng skilyrði um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Við mat á fyrirtækjum er horft til þriggja ára tímabils og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Odda hf. og starfsfólk okkar.

žrišjudagurinn 30. janśar 2018

Oddi hf. er framśrskarandi fyrirtęki 2017.

Við erum bæði glöð og stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki 2017 og erum þar með í hópi einungis 2,2% fyrirtækja af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá skv. Creditinfo. Oddi hf. er númer 115 af 875 fyrirtækjum á þessum lista. Þetta getum við ekki síst þakkað okkar góða starfsfólki.

Síðast liðinn mánudag var ný FleXicut skurðarvél frá Marel gangsett í Odda hf. FleXicut kerfið sem sett hefur verið upp hjá Odda samanstendur af FleXicut skurðarvél og FleXisort afurðadreifingarkerfi. FleXicut greinir og sker burt beingarð, þunnildi og sporð með mikilli nákvæmni og hlutar svo flökin niður í bita samkvæmt óskum viðskiptavinar. FleXisort er sérhannað til þess að taka við afurðum frá FleXicut og dreifa á mismunandi afurðarlínur með nýrri vipputækni sem stuðlar að bættri hráefnismeðhöndlun.
Árangur í rekstri Odda hf. hefur verið viðunandi á síðustu árum. Árið 2016 fór afkoman þó versnandi sem rekja má alfarið til styrkingar íslensku krónunnar og hækkunar á rekstrarkostnaði s.s. launa.
Vegna síversnandi afkomu, aukinnar samkeppni á öllum sviðum sjávarútvegsrekstrar, var ákveðið að grípa til aðgerða til að styrkja reksturinn og var ráðist í nokkrar kostnaðarsamar framkvæmdir.
Ráðist var í kaup á Patreki BA 64 til að bæta hráefnisöflun. Skipið var síðan útbúið með nýjustu tækni á sviði veiða með línu og meðferð hráefnis. M.a. var sett í skipið Mustad línukerfi, Rotex kerfi frá 3X á Ísafirði, andveltitankur til að bæta aðstöðu skipverja og annan tæknibúnað.
Á sama tíma var farið í endurnýjun fiskvinnslubúnaðar í fiskvinnslu félagsins með nýjum tæknibúnaði. Má þar nefna flatningsvél og roðdráttarvél frá Baader, hausara og flökunarvél frá Curio. Með þessu móti reynir fyrirtækið að ná fram sem mestri hagræðingu með aukinni nýtingu, meiri vinnsluhraða og meiri gæðum.
Kostnaður við allan þennan nýja tæknibúnað upp kominn er áætlaður tæplega 500 milljónir króna, sem verður að teljast talsverð upphæð fyrir félag af þessari stærð.

fimmtudagurinn 23. febrśar 2017

50 įra afmęli Odda og afmęlisferš į sólarströnd

1 af 3

Á þessu ári fagnar Oddi hf Patreksfirði 50 ára afmæli, en félagið var stofnað í mars 1967 af Jóni Magnússyni og Lilju Jónsdóttur, Hjalta Gíslasyni og Helgu Pálsdóttur og Sigurgeiri Magnússyni.
Félagið hefur gengið í gegnum margan öldudalinn en hefur ávallt reynt að halda uppi stöðugri starfsemi og þannig tryggt stöðuga vinnu og tekjuöflun. Félagið var stofnað sem fiskvinnsla og hélt því allt til ársins 1990 er félagið hóf sína fyrstu útgerð. Eftir það hefur félagið verið lykilfyrirtæki á Patreksfirði en í dag starfa þar um 75 manns.
Þrátt fyrir langt og erfitt verkfall undanfarnar vikur hefur Oddi og starfsmann þess ákveðið að halda fyrri áætlun og fara saman í skemmtiferð til Tenerife í mars mánuði. Gert er ráð fyrir að í ferðinni verði um 140 manns, starfsmenn, makar og börn.
50 ára afmælis félagsins verður minnst síðar á árinu og gefst bæjarbúum, starfsmönnum og öðrum viðskiptamönnum félagsins tækifæri til að taka þátt í þeim fagnaði.

Eldri fęrslur
Vefumsjón