fstudagurinn 4. nvember2005

Gur saltfiskmarkaur!

Nokkrar hækkanir hafa verið á SPIG-fiski á salfiskmörkuðum frá því vinnsla hófst í haust ,en stöðugt sterkari króna veikir stöðu vinnslunnar áfram.   Dæmi eru um 5-8% hækkun í einstaka afurðaflokkum saltfisks frá því í byrjun september en mikil styrking íslensku krónunar gerir það að verkum að skilaverð í krónum lækkar stöðugt.  Mikil eftirspurn hefur verið eftir saltfiski á markaði á Spáni, Ítalíu og Grikkland og næst engan vegin að svara þeirri eftirspurn sem er núna fyrir jólin.   Um helmingur alls þorskafla sem borist hefur til vinnslu hefur verið saltaður í haust, 1/5 hefur farið í flug og restin fryst, rúm 60% alls ýsuafla hefur hinsvegar farið i flug.

rijudagurinn 18. oktber2005

Gur afli hj Npnum

Núpur kom í land í morgun með tæplega 60 tonna afla eftir rúmlega 3 daga á veiðum, en skipið hefur landar síðustu 2 túrum á Húsavík og hefur aflanum verið keyrt vestur.   Aflinn fékkst ofarlega á Rifsbanka og eru 2/3 aflans þorskur, en allur aflinn utan keilu og hlýra fer til vinnslu hjá Odda.  Núpur fer aftur á sjó í kvöld og ætlar að reyna fyrir sér á Vestfjarðamiðum næstu 2 daga. Hann landar síðar aftur á föstudagsmorgun og fer áhöfnin þá í helgarfrí.

rijudagurinn 4. oktber2005

Nr Vestri kominn fulla fer eftir breytingar

Nýr Vestri BA-63 er kominn á veiðar eftir viðamiklar endurbætur á spil -og vélbúnaði skipsins.  Allar glussalagnir voru endurnýjaðar og nýjar öflugar tog -og dragnótavindur settar um borð, triplex-krani með netatromlu auk tengdra verkefni. Verkið var í umsjá Vélsmiðjunnar Loga ehf. á Patreksfirði í samvinnu við vélaverkstæði Sigurðar í Reykjavík.  Góður gangur er í veiðunum og virkar búnaðurinn vel.

sunnudagurinn 2. oktber2005

Vinnsla komin fullt eftir miklar endurbtur

Vinnsla er nú komin á fullan skrið eftir miklar endurbætur í vinnslu félagsins.  En í sumar var m.a. sett upp ný og fullkomin flæðilína frá Marel hf. sem er tölvustýrð og miðar að því að bæta afköst og nýtingu. Jafnframt var keyptur nýr fullkominn hausari frá Baader ásamt flökunarvél  B184.  Stefnt er að 30% aukningu á hráefni í vinnslunni á komandi rekstrarári.

laugardagurinn 2. jl2005

Npur

Hlé var gert á útgerð Núps um mánaðarmótin og áætlað að hann fari á veiðar í byrjun september n.k.  En hefðbundnu viðhaldi verður sinnt í sumar, en auk þess verður eldhús endurnýjað  þ.e. innréttingar ásamt tækjum og búnaði en það er eitt af því fáa sem eftir er af upphaflega skipinu.

Eldri frslur
Vefumsjn