rijudagurinn 22. nvember2005

Aalfundur Odda hf.- 2004-2005

Aðalfundur Odda hf. fyrir rekstrarárið 1.september 2004-31.ágúst 2005 verður haldinn 30. nóvember n.k. í kaffistofu félagsins að  Eyrargötu 1, Patreksfirði og hefst kl. 20:00.

 

Fundarefni.

1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

2. Önnur mál.

 

Stjórnin

laugardagurinn 12. nvember2005

Almenn ngja me nja vinnslukerfi

Nýja vinnslukerfið frá Marel sem tekið var í notkun nú í haust er farið að sanna sig.Nú þegar búið er nota kerfið í einn og hálfan mánuð, hafa bæði nýting og afköst aukist töluvert.Þrátt fyrir það að á sama tíma og kerfið var sett upp kæmu hingað 12 nýjir og algerlega óvanir starfsmenn til starfa frá Póllandi, hafa afköst aukist á hvern mann. Starfsfólkið var mjög fljótt að venjast nýjum aðstæðum og ekki að sjá annað en ánægja sé með starfsaðstöðuna.

fstudagurinn 11. nvember2005

Danir me lgsta tilbo breytingar Vestranum

Skipsmíðastöðin Granly A/S í Esbjerg í Danmörku átti lægsta tilboð í breytingar á Vestra BA-63, en tilboðin voru opnuð fimmtudaginn í síðustu viku.  Danirnir komu til landsins um síðustu helgi til að skoða skipið og var skrifað undir samning á mánudaginn.  Eins og áður hefur komið fram verður gamli skrokkurinn þ.e. vélarrúmshlutinn fjarlægður og endurnýjaður, nýr kjölur smíðaður og tankar.  Skipt verður um aðalvél, ljósavél, gír og skrúfubúnað svo og stýri og skrúfu ásamt fleiru.  Áætlað er að breytingarnar taki um 3 mánuði og að skipið komi aftur heim um miðjan febrúar og fari þá beint á togveiðar.

fstudagurinn 4. nvember2005

Gur saltfiskmarkaur!

Nokkrar hækkanir hafa verið á SPIG-fiski á salfiskmörkuðum frá því vinnsla hófst í haust ,en stöðugt sterkari króna veikir stöðu vinnslunnar áfram.   Dæmi eru um 5-8% hækkun í einstaka afurðaflokkum saltfisks frá því í byrjun september en mikil styrking íslensku krónunar gerir það að verkum að skilaverð í krónum lækkar stöðugt.  Mikil eftirspurn hefur verið eftir saltfiski á markaði á Spáni, Ítalíu og Grikkland og næst engan vegin að svara þeirri eftirspurn sem er núna fyrir jólin.   Um helmingur alls þorskafla sem borist hefur til vinnslu hefur verið saltaður í haust, 1/5 hefur farið í flug og restin fryst, rúm 60% alls ýsuafla hefur hinsvegar farið i flug.

rijudagurinn 18. oktber2005

Gur afli hj Npnum

Núpur kom í land í morgun með tæplega 60 tonna afla eftir rúmlega 3 daga á veiðum, en skipið hefur landar síðustu 2 túrum á Húsavík og hefur aflanum verið keyrt vestur.   Aflinn fékkst ofarlega á Rifsbanka og eru 2/3 aflans þorskur, en allur aflinn utan keilu og hlýra fer til vinnslu hjá Odda.  Núpur fer aftur á sjó í kvöld og ætlar að reyna fyrir sér á Vestfjarðamiðum næstu 2 daga. Hann landar síðar aftur á föstudagsmorgun og fer áhöfnin þá í helgarfrí.

Eldri frslur
Vefumsjn