rijudagurinn 4. oktber2005

Nr Vestri kominn fulla fer eftir breytingar

Nýr Vestri BA-63 er kominn á veiðar eftir viðamiklar endurbætur á spil -og vélbúnaði skipsins.  Allar glussalagnir voru endurnýjaðar og nýjar öflugar tog -og dragnótavindur settar um borð, triplex-krani með netatromlu auk tengdra verkefni. Verkið var í umsjá Vélsmiðjunnar Loga ehf. á Patreksfirði í samvinnu við vélaverkstæði Sigurðar í Reykjavík.  Góður gangur er í veiðunum og virkar búnaðurinn vel.

sunnudagurinn 2. oktber2005

Vinnsla komin fullt eftir miklar endurbtur

Vinnsla er nú komin á fullan skrið eftir miklar endurbætur í vinnslu félagsins.  En í sumar var m.a. sett upp ný og fullkomin flæðilína frá Marel hf. sem er tölvustýrð og miðar að því að bæta afköst og nýtingu. Jafnframt var keyptur nýr fullkominn hausari frá Baader ásamt flökunarvél  B184.  Stefnt er að 30% aukningu á hráefni í vinnslunni á komandi rekstrarári.

laugardagurinn 2. jl2005

Npur

Hlé var gert á útgerð Núps um mánaðarmótin og áætlað að hann fari á veiðar í byrjun september n.k.  En hefðbundnu viðhaldi verður sinnt í sumar, en auk þess verður eldhús endurnýjað  þ.e. innréttingar ásamt tækjum og búnaði en það er eitt af því fáa sem eftir er af upphaflega skipinu.

Ársreikningur félagsins fyrir síðasta starfsár, sem er fiskveiðiárið 1.9.2001-31.8.2002, sýndi að reksturinn á síðasta ári var félaginu hagstæður, þrátt fyrir ytri áföll, m.a. strand Núpsins 10. nóvember 2001. Rekstrartekjur voru svipaðar milli ára og námu kr. 725 millj. kr. Hagnaður nam nú 61 millj.kr. samanborið við 41 millj.kr. árið áður. Þetta er fjórða árið í röð sem hagnaður er á rekstri.

Sa 13 af 13
Eldri frslur
Vefumsjn