mįnudagurinn 19. desember 2005

Įgętis afli į halamišum viš ķsröndina

Það hefur verið ágætis afli hjá Núpnum undanfarið norður á Barðagrunni eða í kringum 45 kör í lögn að meðaltali og þ.a. 25% af aflanum ýsa.  Í síðasta túr var haldið norður á halamið, var aflinn þar frá 38 körum og upp í rúm 50 kör í  lögn. Það er þónokkur ís á svæðinu og sést vel á meðfylgjandi mynd sem Björn Sigmundsson tók um borð þegar verið var að draga línuna í blíðskaparveðri á föstudaginn var.

mišvikudagurinn 7. desember 2005

Hagnašur sjöunda įriš ķ röš

Aðalfundur Odda hf. á Patreksfirði var haldinn  30. nóvember 2005.

 

Ársreikningur félagsins fyrir síðasta starfsár, sem er fiskveiðiárið 1.9.2004 til 31.8.2005,  sýndi að reksturinn á síðasta ári var félaginu hagstæður. Samanlagðar rekstrartekjur fiskvinnslu og útgerðar voru svipaðar og árið á undan og námu tæpum 800 milljónum króna.  Hagnaður var 34,2 millj. kr, en var árið á undan um 10,8 millj.kr.  Þetta er sjöunda árið í röð sem hagnaður er á rekstri félagsins.

 

Afkoma á rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði var þó lakari í ár en í fyrra, en þar kemur til lægri afurðatekjur vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar, en á móti kemur að fjármagnsliðir af erlendum skuldum félagsins eru jákvæðari af sömu ástæðum. 

Hin jákvæða afkoma síðastliðinna ára hefur gert það að verkum að eiginfjárstaða félagsins er nú um  368  millj. kr.  og eiginfjárhlutfallið 27%.  Þá er  lausafjárstaðan viðunandi  og er veltufjárhlutfallið 1,11.

 

Aðalfundur ákvað að greiða 7% arð til hluthafa.

 

Félagið fjárfesti á árinu í aflaheimildum fyrir um 500 milljónir króna og tæknibúnaði í fiskvinnslu fyrir um 55 milljónir króna.  Þá stóð félagið fyrir stofnun á fiskeldisfélaginu Þóroddi ehf. ásamt Þórsbergi ehf. í Tálknafirði og hefur  nýja félagið tekið við öllum eignum og rekstri  félaganna á þessu sviði. Miklar vonir eru bundnar við þorskeldistilraunir sem staðið hafa yfir í um 7 ár  á Tálknafirði og 4 ár á Patreksfirði. 

 

Framkvæmdastjóri Odda hf. er Sigurður Viggósson og stjórnarformaður Einar Kristinn Jónsson, rekstrarhagfræðingur.  Aðrir lykilstjórnendur eru  Halldór Leifson útgerðarstjóri,  Skjöldur Pálmason framleiðslustjóri,  Smári Gestsson yfirvélstjóri og Jón Bessi Árnason skipstjóri.

mišvikudagurinn 23. nóvember 2005

Gęšaskjöldur til Odda hf.

Í dag afhenti Jón Jóhannesson frá Icelandic USA starfsmönnum Odda hf. gæðaverðlaun Coldwater í Bandaríkjunum fyrir framleiðslu á s.l. fiskveiðiári 2002. Í orðum Jóns við afhendingu verðlaunanna koma fram að Oddi hf væri eitt af 4 íslenskum framleiðendum í landi sem fékk þessa viðurkenningu fyrir gæði á framleiðsluvörum til Bandaríkjanna. Gæðaeinkunn Odda hf. var 95.8% en meðaleinkunn allra framleiðenda í landframleiðslu er 88%, en einkunin byggir á þúsundum sýnatöku af afurðum framleiðenda. Þetta er þriðja árið í röð og fimmta skipti á 7 árum.

žrišjudagurinn 22. nóvember 2005

Ašalfundur Odda hf.- 2004-2005

Aðalfundur Odda hf. fyrir rekstrarárið 1.september 2004-31.ágúst 2005 verður haldinn 30. nóvember n.k. í kaffistofu félagsins að  Eyrargötu 1, Patreksfirði og hefst kl. 20:00.

 

Fundarefni.

1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

2. Önnur mál.

 

Stjórnin

laugardagurinn 12. nóvember 2005

Almenn įnęgja meš nżja vinnslukerfiš

Nýja vinnslukerfið frá Marel sem tekið var í notkun nú í haust er farið að sanna sig.Nú þegar búið er nota kerfið í einn og hálfan mánuð, hafa bæði nýting og afköst aukist töluvert.Þrátt fyrir það að á sama tíma og kerfið var sett upp kæmu hingað 12 nýjir og algerlega óvanir starfsmenn til starfa frá Póllandi, hafa afköst aukist á hvern mann. Starfsfólkið var mjög fljótt að venjast nýjum aðstæðum og ekki að sjá annað en ánægja sé með starfsaðstöðuna.

Eldri fęrslur
Vefumsjón