fimmtudagurinn 2. febrar2006

Styrkir til flaga Patreksfiri

Við opnun íþróttamiðstöðvar á Patreksfirði þann 10. desember 2005 afhenti stjórn Odda hf. Íþróttafélaginu Herði peningagjöf að fjárhæð kr. 300.000 til að efla íþróttastarf og auka hreyfingu barna 10 ára og yngri.

 

Af sama tilefni afhenti stjórn Vestra ehf.   Birtu -félagi eldri borgara- á Patreksfirði peningagjöf að fjárhæð kr. 200.000  til að auka og efla hreyfingu eldri borgara á Patreksfirði.

fimmtudagurinn 26. janar2006

Einstaklingsbnus n

Þegar Oddi ákvað að kaupa nýja snyrtilínu síðastliðið haust þá var það meðal annars gert til þess að hafa þann möguleika að geta borgað svokallaða snyrtipremíu. Það er auka bónus sem starfsfólk á snyrtilínunni getur unnið sér inn með því að komast yfir ákveðin lágmörg í afköstum, nýtingu og gæðum.  Þetta fyrirkomulag er til reynslu næstu 3 mánuði.  Bæði starfsfólk og stjórnendur eru ánægðir með að þetta skuli loks vera mögulegt því þetta hefur bæði aukið afköst og hækkað laun til starfsmanna.

mivikudagurinn 18. janar2006

Endurbtur Vestra ganga vel

Nú þegar réttur mánuður er til áætlaðra verkloka gengur verkið samkvæmt áætlun.  Nýr kjölur er kominn undir skipið og stálvinnu að mestu lokið.  Í þessari viku verður síðan hafist handa við niðursetningu á vélum og vélbúnaði, en verklok eru áætluð 20.febrúar n.k. og má gera ráð fyrir að skipið verði komið til Patreksfjarðar 5 dögum síðar.

fimmtudagurinn 5. janar2006

Afli og vermti Nps ri 2005

Afli  og verðmæti Núps BA-69 á árinu 2005 var sbr.eftirfarandi töflu:

 

Fisktegund

Magn/ Tonn

Verðmæti

Þorskur

1.216 tonn

136 milljónir

Ýsa

   400 tonn

 30  milljónir

Steinbítur

   400 tonn

 28  milljónir

Annar afli

   108 tonn

 10  milljónir

Samtals

2.124 tonn

204 milljónir

 

Aflinn í magni er svipaður og á árinu 2004 en verðmætin  í ár eru um 10 milljónum lægri en á árinu 2004, en það verður helst rakið til mikilllar styrkingar íslensku krónunnar þar sem hráefnisverð lækkar nánast í beinu hlutfalli við það að lægra verð fæst fyrir afurðirnar vegna sterkrar krónu.

mnudagurinn 19. desember2005

gtis afli halamium vi srndina

Það hefur verið ágætis afli hjá Núpnum undanfarið norður á Barðagrunni eða í kringum 45 kör í lögn að meðaltali og þ.a. 25% af aflanum ýsa.  Í síðasta túr var haldið norður á halamið, var aflinn þar frá 38 körum og upp í rúm 50 kör í  lögn. Það er þónokkur ís á svæðinu og sést vel á meðfylgjandi mynd sem Björn Sigmundsson tók um borð þegar verið var að draga línuna í blíðskaparveðri á föstudaginn var.

Eldri frslur
Vefumsjn