mivikudagurinn 17. ma2006

14 tonn af ferskum flkum einum degi !

Mjög góður gangur hefur verið í vinnslunni að undanförnu.  17. maí voru unnin rúmlega 48 tonn af slægðu hráefni í húsinu. Unnin voru 27 tonn af ýsu sem fór að mestu fersk á Bretland eða tæp 14 tonn. 1,5 tonn af steinbít voru unnin í flug og ríflega 20 tonn fóru í salt.  Rétt um 40 manns eru í vinnslunni og verður því að segja að afköst hafi verið mjög góð eða rétt um 1200 kg á hvern mann.

 

Allt frá því í haust þegar Oddi tók inn nýja vinnslulínu frá Marel þá hafa afköst verið að aukast mikið.  Stundum veitir ekki af,  því að eftir að Vestri BA kom aftur inn í hráefnisöflunina í mars síðastliðnum, þá hefur hann fiskað mjög vel bæði steinbít og ýsu.  Núpur BA stendur alltaf fyrir sínu og kemur með sinn ,,skammt” reglulega ásamt Brimnesi BA, en hann hefur lagt allan sinn afla upp hjá Odda þetta fiskveiðiár og hefur það verið fyrirtækinu mjög mikilvægt.

mivikudagurinn 22. mars2006

Vestri til heimahafnar

Vestri BA 63 er væntanlegur til Patreksfjarðar rétt fyrir hádegi í dag  22. mars eftir miklar endurbætur í Esbjerg í Danmörku.

Skipið er búið að vera í Esbjerg frá því í nóvember s.l. í gagngerum breytingum. Meðal annars var sett í skipið ný og stærri aðalvél,  ný hjálparvél, nýr gír og skrúfubúnaður.  Þá var sett nýtt stýri, nýr kjölur og bógskrúfa í skipið.

 

S.l. sumar var sett í skipið nýr togbúnaður og er skipið nú vel búið til dragnóta- og trollveiða.

 

Danska skipasmíðastöðin Granley A/S í Esbjerg hefur skilað af sér vönduðu verki og urðu tafir á afhendingu frá upphaflegum samningi aðeins um 2 vikur. Vestri BA hefur veiðar síðar í vikunni.

rijudagurinn 21. mars2006

Vestri kominn til landsins

Vestri BA 63 kom til landsins um  s.l. helgi og er væntanlegur til heimahafnar á morgun miðvikudag eftir gagngerar endurbætur í Danmörku.

mnudagurinn 20. mars2006

Nr tgerarstjri

Sverrir Haraldsson,  hóf störf 1. mars hjá Odda hf. sem útgerðarstjóri félagsins.

 

Sverrir er 27 ára gamall og  lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2003, en árið 2002 lauk hann námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá sama skóla.

 

Sverrir er frá Vestmannaeyjum og starfaði eftir nám sem verkefnastjóri hjá Kví ehf. við rekstur fiskeldis í Vestmannaeyjum og s.l. eitt og hálft ár sem verkefnastjóri hjá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu á Akureyri.

 

Sverrir er boðinn velkominn til starfa.

laugardagurinn 4. febrar2006

Halldr httur strfum

Halldór Leifson, útgerðar- og skrifstofustjóri Odda hf.  hætti störfum  3. febrúar og hefur ráðið sig til starfa hjá Fiskkaupum í Reykjavík.

 

Stjórn Odda hf. og samstarfsmenn þakka honum gott og farsælt starf í 16 ár hjá fyrirtækinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Eldri frslur
Vefumsjn