laugardagurinn 14. oktber2006

Ltrabjargsfer 2006

1 af 3

Í júlímánuði fóru starfsmenn Odda í sína árlegu sumarferð. Að þessu sinni var farið í rútuferð með Halldóri Þórðarsyni út á Látrabjarg.  Fuglalíf og annað dýralíf var skoðað og farið í göngu eftir bjarginu.   Veður var bjart en frekar vindasamt. 

 

Að lokinni ferð á bjargið var ekið til baka og náttúran skoðuð á nokkrum stöðum.  Gerður var góður stans við steinatök í Látravík og háðu margir mikla baráttu við Brynjólfstak sem enginn réði almennilega við og síðan var reynt við Júdas og höfðu nokkrir hraustir starfsmenn það af að lyfta honum. 

 

Eftir göngu og hvíld í Látravík var haldið til baka og áð  í nýju veitingahúsi á Patreksfjarðarflugvelli og borðaðar grillaðar lambarifjur með öllu tilheyrandi.    

 

Var allur aðbúnaður hinn besti og er vertinum  færðar bestu þakkir.

fstudagurinn 13. oktber2006

rttadagur Oddamanna

Íþróttadagur var hjá starfsmönnum Odda í dag.   Í því tilefni var öllum starfsmönnum boðið í íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð.   Mæting var 99% og var tekið á því í blaki, badminton og fótbolta.  Síðan tók Dóra Birna mannskapinn í leikfimi,  farið í  tækin í þreksalnum og  að lokum var öllum boðið í sund og heita pottinn.

 

Starfsmönnum gefst nú kostur á að mæta í íþróttamiðstöðina og greiðir aðeins 1/3 gjaldsins, en hinn hlutann greiðir starfsmannafélagið og fyrirtækið.   Þá býður Brattahlíð starfsfólkinu bestu afsláttarkjörin.

 

Nú er vonast til að starfsmenn verði duglegir að auka hreyfingu og mæta í íþróttir og nýta sér þessa frábæru aðstöðu.

 

Oddamenn þakka starfsmönnum Bröttuhlíðar fyrir frábærar móttöku og góðan aðbúnað.

fstudagurinn 1. september2006

Npur veiar

Núpur fór á veiðar í gær fimmtudaginn 31.8. og áætlar að landa á nýju fiskveiðaári n.k. mánudag. Þá fór Vestri BA einnig á veiðar og landar í vinnslu í byrjun næstu viku.   Þar með er hafin vinnsla á ný hjá Odda hf eftir sumarleyfi og hjólin aftur farin að snúast.

 

Eins og áður er framleiðslan ferskur fiskur í flug, saltfiskur og frystur fiskur.   

rijudagurinn 20. jn2006

Knattspyrna sjmannadag 2006

Starfsmenn Odda hf. mættu galvaskir á knattspyrnumót  Sjómannadagsins á Patró 2006  þ.e. “Thorlacius Cup” mótið. Liðið er í mikilli framför og þó ekki hafi náðst meistartitilinn að þessu sinni er liðið tilbúið fyrir næsta mót að ári.

 

Liðið er þannig skipað talið frá vinstri efri röð:  Janusz Parzyzh, Piotr Kozuch, Örn Smárason, Boguslaw Kozuch, Marek Parzych.

 

Neðri röð: Jacek Zielinski, Slawomir Wsceborowski og Leszek Pliszka.

rijudagurinn 20. jn2006

Sjmannadagurinn 2006

Sigurvegarar í kappróðri 2006.

 

Það voru sigurreifir kappar sem fögnuði sigri í kappróðri á Sjómannadaginum á Patró 2006 en þeir kepptu fyrir Odda hf. í róðrinum.

 

Hér sjást þeir taka við farandbikar úr hendi formanns sjómannadagsráðs fyrir unnið afrek.

 

Farandbikar þessi er merkilegur fyrir þær sakir að um hann hefur verið keppt í mörg ár eða frá því Verslun Ó. Jóhannessonar gaf hann á sjómannadaginn 8. júní 1941.

 

Sigurliðið er þannig skipað talið frá vinstri:

Eiríkur Þórðarson formaður, Jaroslaw Purwin,  Tomasz Bartkowiak, Jacek Zielinski, Rafal Zaclonski, Marek Parzyzh og Leszek Pliszka.

 

Oddi hf. óskar þeim til hamingju með sigurinn.

Eldri frslur
Vefumsjn