rijudagurinn 21. mars2006

Vestri kominn til landsins

Vestri BA 63 kom til landsins um  s.l. helgi og er væntanlegur til heimahafnar á morgun miðvikudag eftir gagngerar endurbætur í Danmörku.

mnudagurinn 20. mars2006

Nr tgerarstjri

Sverrir Haraldsson,  hóf störf 1. mars hjá Odda hf. sem útgerðarstjóri félagsins.

 

Sverrir er 27 ára gamall og  lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2003, en árið 2002 lauk hann námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá sama skóla.

 

Sverrir er frá Vestmannaeyjum og starfaði eftir nám sem verkefnastjóri hjá Kví ehf. við rekstur fiskeldis í Vestmannaeyjum og s.l. eitt og hálft ár sem verkefnastjóri hjá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu á Akureyri.

 

Sverrir er boðinn velkominn til starfa.

laugardagurinn 4. febrar2006

Halldr httur strfum

Halldór Leifson, útgerðar- og skrifstofustjóri Odda hf.  hætti störfum  3. febrúar og hefur ráðið sig til starfa hjá Fiskkaupum í Reykjavík.

 

Stjórn Odda hf. og samstarfsmenn þakka honum gott og farsælt starf í 16 ár hjá fyrirtækinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

fimmtudagurinn 2. febrar2006

Styrkir til flaga Patreksfiri

Við opnun íþróttamiðstöðvar á Patreksfirði þann 10. desember 2005 afhenti stjórn Odda hf. Íþróttafélaginu Herði peningagjöf að fjárhæð kr. 300.000 til að efla íþróttastarf og auka hreyfingu barna 10 ára og yngri.

 

Af sama tilefni afhenti stjórn Vestra ehf.   Birtu -félagi eldri borgara- á Patreksfirði peningagjöf að fjárhæð kr. 200.000  til að auka og efla hreyfingu eldri borgara á Patreksfirði.

fimmtudagurinn 26. janar2006

Einstaklingsbnus n

Þegar Oddi ákvað að kaupa nýja snyrtilínu síðastliðið haust þá var það meðal annars gert til þess að hafa þann möguleika að geta borgað svokallaða snyrtipremíu. Það er auka bónus sem starfsfólk á snyrtilínunni getur unnið sér inn með því að komast yfir ákveðin lágmörg í afköstum, nýtingu og gæðum.  Þetta fyrirkomulag er til reynslu næstu 3 mánuði.  Bæði starfsfólk og stjórnendur eru ánægðir með að þetta skuli loks vera mögulegt því þetta hefur bæði aukið afköst og hækkað laun til starfsmanna.

Eldri frslur
Vefumsjn