rijudagurinn 30. janar2018

Oddi hf. er framrskarandi fyrirtki 2017.

Við erum bæði glöð og stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki 2017 og erum þar með í hópi einungis 2,2% fyrirtækja af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá skv. Creditinfo. Oddi hf. er númer 115 af 875 fyrirtækjum á þessum lista. Þetta getum við ekki síst þakkað okkar góða starfsfólki.

Síðast liðinn mánudag var ný FleXicut skurðarvél frá Marel gangsett í Odda hf. FleXicut kerfið sem sett hefur verið upp hjá Odda samanstendur af FleXicut skurðarvél og FleXisort afurðadreifingarkerfi. FleXicut greinir og sker burt beingarð, þunnildi og sporð með mikilli nákvæmni og hlutar svo flökin niður í bita samkvæmt óskum viðskiptavinar. FleXisort er sérhannað til þess að taka við afurðum frá FleXicut og dreifa á mismunandi afurðarlínur með nýrri vipputækni sem stuðlar að bættri hráefnismeðhöndlun.
Árangur í rekstri Odda hf. hefur verið viðunandi á síðustu árum. Árið 2016 fór afkoman þó versnandi sem rekja má alfarið til styrkingar íslensku krónunnar og hækkunar á rekstrarkostnaði s.s. launa.
Vegna síversnandi afkomu, aukinnar samkeppni á öllum sviðum sjávarútvegsrekstrar, var ákveðið að grípa til aðgerða til að styrkja reksturinn og var ráðist í nokkrar kostnaðarsamar framkvæmdir.
Ráðist var í kaup á Patreki BA 64 til að bæta hráefnisöflun. Skipið var síðan útbúið með nýjustu tækni á sviði veiða með línu og meðferð hráefnis. M.a. var sett í skipið Mustad línukerfi, Rotex kerfi frá 3X á Ísafirði, andveltitankur til að bæta aðstöðu skipverja og annan tæknibúnað.
Á sama tíma var farið í endurnýjun fiskvinnslubúnaðar í fiskvinnslu félagsins með nýjum tæknibúnaði. Má þar nefna flatningsvél og roðdráttarvél frá Baader, hausara og flökunarvél frá Curio. Með þessu móti reynir fyrirtækið að ná fram sem mestri hagræðingu með aukinni nýtingu, meiri vinnsluhraða og meiri gæðum.
Kostnaður við allan þennan nýja tæknibúnað upp kominn er áætlaður tæplega 500 milljónir króna, sem verður að teljast talsverð upphæð fyrir félag af þessari stærð.

fimmtudagurinn 23. febrar2017

50 ra afmli Odda og afmlisfer slarstrnd

1 af 3

Á þessu ári fagnar Oddi hf Patreksfirði 50 ára afmæli, en félagið var stofnað í mars 1967 af Jóni Magnússyni og Lilju Jónsdóttur, Hjalta Gíslasyni og Helgu Pálsdóttur og Sigurgeiri Magnússyni.
Félagið hefur gengið í gegnum margan öldudalinn en hefur ávallt reynt að halda uppi stöðugri starfsemi og þannig tryggt stöðuga vinnu og tekjuöflun. Félagið var stofnað sem fiskvinnsla og hélt því allt til ársins 1990 er félagið hóf sína fyrstu útgerð. Eftir það hefur félagið verið lykilfyrirtæki á Patreksfirði en í dag starfa þar um 75 manns.
Þrátt fyrir langt og erfitt verkfall undanfarnar vikur hefur Oddi og starfsmann þess ákveðið að halda fyrri áætlun og fara saman í skemmtiferð til Tenerife í mars mánuði. Gert er ráð fyrir að í ferðinni verði um 140 manns, starfsmenn, makar og börn.
50 ára afmælis félagsins verður minnst síðar á árinu og gefst bæjarbúum, starfsmönnum og öðrum viðskiptamönnum félagsins tækifæri til að taka þátt í þeim fagnaði.

rijudagurinn 7. febrar2017

Nr framkvmdastjri og n stjrn Odda hf.

Nýr framkvæmdastjóri
Skjöldur Pálmason er nýr framkvæmdastjóri Odda. Hann lauk námi frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 með BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun. Hann situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja m.a. var hann formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ehf 2008 til 2010. Formaður stjórnar saltfiskframleiðenda frá stofnun til 2015, í dag er hann m.a. formaður stjórnar Fiskmarkaðs Patreksfjarðar og í stjórn Iceland Westfjords Seafood.
Skjöldur er fæddur 1968 og uppalinn Patreksfirðingur og hefur starfað við ýmis störf m.a. sjómaður, kennari, verkstjóri, framleiðslustjóri og síðar rekstrarstjóri hjá Odda frá árinu 1993.
Skjöldur er kvæntur Maríu Ragnarsdóttur og eigu þau 3 börn.

Ný stjórn sem er þannig skipuð:
Sigurður Viggósson formaður, Erla Kristinsdóttir og Ingveldur Ásta Björnsdóttir, varamenn í stjórn Eiríkur S Svavarsson, Skjöldur Pálmason og Jón Magnússon.
Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 1990 og sá um bókhald félagsins og fjárreiður mörg ár þar á undan. Hann lauk verslunarprófi árið 1973 og síðar sjávarútvegsfræði frá EHÍ árið 1990. Hann starfaði hjá Samvinnubankanum og Kaupfélaginu á Patreksfirði og hóf rekstur eigin fyrirtækis á sviði bókhalds og tölvuvinnslu árið 1978 til 1990.
Sigurður situr í stjórnum margra félaga og samtaka m.a. formaður stjórnar Vestra ehf. Hann situr einnig í stjórn SFS samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sigurður er fæddur í Tálknafirði en hefur átt heima á Patreksfirði frá 10 ára aldri. Hann hefur stundað ýmis störf á Patreksfirði og tekið þátt í margvíslegum félagsstörfum í sveitarstjórnum og frjálsum félagasamtökum.
Sigurður er kvæntur Önnu Jensdóttur og eiga þau 4 börn.
Sigurður tekur við stjórnarformennsku af Einari Kristni Jónssyni rekstrarhagfræðingi sem verið hefur formaður stjórnar Odda frá árinu 1994 eða í nærri 23 ár. Einar hefur styrkt stjórn Odda allan þennan tíma og tekið virkan þátt í starfi hennar. Góðan árangur í starfsemi Odda má m.a. rekja til góðra verka hans við stefnumótun, skipulag, áætlanagerð og samningatækni.


Erla Kristinsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarapróf í stjórnun og fjármálum fyrirtækja. Hún hefur verið í stjórn Odda í 3 ár og var áður framkvæmdastjóri hjá Sjávariðjunni á Rifi í 20 ár, en starfar nú sjálfstætt sem verkefnastjóri og ráðgjafi við ýmis störf tengd rekstri fyrirtækja og stjórnum m.a. endurskipulagningu, fjármálum, vöruþróun, sölu og markaðsmálum. Í hlutastarfi sl. 2 ár hefur Erla verið verkefnastjóri hjá Iceland sustainable fisheries sem sér um sjálfbærni vottun á fiskistofnum Íslands eftir MSC staðli. 
Erla situr einnig í stjórnum Sjávariðjunnar Rifi ehf., Hótel Hellissands ehf. og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. 
Erla er gift Erni Tryggva Johnsen og eiga þau 4 börn. Erla er Snæfellingur í báðar ættir og ólst upp á Rifi, þar sem fjölskylda hennar hefur rekið útgerð í 4 kynslóðir. 
  
Ingveldur Ásta Björnsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og með MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Ingveldur starfaði hjá Arion Banka og forverum hans á árunum 2005 til ársloka 2016, síðast sem viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi bankans á fyrirtækjasviði.
Ingveldur situr einnig í stjórnum Travel West ehf., Svörtuloftum ehf., og Útgerðarfélagsins S.Ó. slf.
Ingveldur er í sambúð með Árna Frey Valdimarssyni og er ættuð frá Patreksfirði, afi hennar og amma eru þau Sigurður Sigurðsson og Ingveldur Ásta Hjartardóttir.

Varamenn í stjórn:
Eiríkur S Svavarsson er framkvæmdastjóri Kjölfestu slhf og sest í varastjórn. Hann tekur við Kolbrúnu Jónsdóttur sem hætti sem framkvæmdastjóri Kjölfestu s.l. haust og er nú fjármálastjóri Íslandshótela. Eiríkur er hæstaréttarlögmaður og hefur verið meðeigandi lögmannstofum undanfarin áratug. Þá var Eiríkur skipaður af fjármálaráðherra í framkvæmdahóp sem undirbjó og annaðist afnámsferli fjármagnshafta á árunum 2014-2016.
Jón Magnússon er stofnandi Odda hf. og hefur setið óslitið í stjórn félagsins í 50 ár. Hann var skipstjóri til margra ára og framkvæmdastjóri Odda og tengdra fyrirtækja í áratugi og situr ennþá í stjórn Vestra ehf. og hefur gert frá stofnun þeirrar útgerðar.
Skjöldur Pálmason er varamaður í stjórn og nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

mnudagurinn 16. janar2017

Nr framkvmdastjri Odda hf.

Skjldur Plmason, framkvmdastjri.
Skjldur Plmason, framkvmdastjri.

Skjöldur Pálmason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Odda hf., en Sigurður Viggósson hefur látið af störfum að eigin ósk og var kjörinn formaður stjórnar félagsins á aðalfundi 3. janúar 2017.
Sigurður mun starfa áfram að hluta fyrir félagið sem starfandi stjórnarformaður.
Einar Kristinn Jónsson sem verið hefur formaður stjórnar í tæplega 23 ár hætti í stjórn og er honum þökkum farsæl störf fyrir félagið.
Oddi hf.
Patreksfirði 16. janúar 2017.

Fyrri sa
1
234567111213Nsta sa
Sa 1 af 13
Eldri frslur
Vefumsjn