miðvikudagurinn 22. mars 2006

Vestri til heimahafnar

Vestri BA 63 er væntanlegur til Patreksfjarðar rétt fyrir hádegi í dag  22. mars eftir miklar endurbætur í Esbjerg í Danmörku.

Skipið er búið að vera í Esbjerg frá því í nóvember s.l. í gagngerum breytingum. Meðal annars var sett í skipið ný og stærri aðalvél,  ný hjálparvél, nýr gír og skrúfubúnaður.  Þá var sett nýtt stýri, nýr kjölur og bógskrúfa í skipið.

 

S.l. sumar var sett í skipið nýr togbúnaður og er skipið nú vel búið til dragnóta- og trollveiða.

 

Danska skipasmíðastöðin Granley A/S í Esbjerg hefur skilað af sér vönduðu verki og urðu tafir á afhendingu frá upphaflegum samningi aðeins um 2 vikur. Vestri BA hefur veiðar síðar í vikunni.

Vefumsjón