föstudagurinn 21. september 2007
Starfsmannaferð til Spánar
Starfsmenn í landvinnslu Odda hf. hafa ákveðið að fara í skemmti- og kynnisferð til Barcelona um miðjan nóvember n.k. Um er að ræða rúmlega 50 manna hóp og hefur ferðin verið í undirbúningi í nokkur ár. Starfsmenn hafa safnað í ferðasjóð og tekið þátt í verkefnum í því skyni.
Starfsmenn hafa verið með þrjár árlegar uppákomur til að efla starfsandann, s.s. skemmtiferð um nágrennið, grillveislu og jólahlaðborð í desember, en nú er komið að stóru ferðinni og er komin nokkur tilhlökkun í mannskapinn.