■ri­judagurinn 4. j˙nÝá2013

Starfsmannafer­ Odda 2013

═ Vestmannaeyjum
═ Vestmannaeyjum

Starfsmenn Odda áttu glaða daga í starfsmannaferð sem farin var um Hvítasunnuhelgina. Alls voru 50 manns með í ferðinni og var suðurlandið skoðað að þessu sinni. Aðsetur og gisting var á Hótel Örk. Farið var til Vestmannaeyja þar sem sól skein í heiði og hlýjaði fólki bæði að utan og um hjartarætur. Nina Dau tók á móti hópnum og leiðsagði síðan með stakri prýði. Daginn eftir var lagt af stað um Suðurstrandaveg og farið í Bláa lónið og eftir það var farið í Smáralind. Um kvöldið var ,,Júróvisíon" partý á hótelinu þar sem fólk kepptist við að halda með Íslandi. Gullni hringurinn var farinn síðasta daginn og um kvöldið var svo árshátíð starfsmannafélags Odda haldin þar sem góður matur var á borðum og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Að lokum var svo dansað fram eftir. Þetta var vel heppnuð ferð og vonandi verða bara ennþá fleiri með næst.

 

 

 

 

Vefumsjˇn