miðvikudagurinn 11. nóvember 2015

Starfsmannabreytingar í Odda í nóvember 2015

Við bjóðum  velkomin  nýja starfsmenn til starfa hjá okkur í Odda, þau Ara Hafliðason og Jónu Sigursveinsdóttur sem koma yfir til okkar  frá Þórsberg á Tálknafirði.    
 
Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir er nýr verstjóri og hefur mikla reynslu á því sviði. Ari Hafliðason er nýr skrifstofustjóri og mun sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið, enda með margvíslega reynslu af rekstri í sjávarútvegi.  
 
Jafnframt hættu hjá okkur tveir starfsmenn.  
María Ragnarsdóttir launafulltrúi er farin til að að sinna eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu og Lilja Sigurðardóttir tók við nýju starfi  1. nóvember sem gæðastjóri hjá Fjarðarlax.  
 
Viljum við þakka Maríu og Lilju kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár  og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 
 
Vefumsjón