föstudagurinn 1. september 2006
Núpur á veiðar
Núpur fór á veiðar í gær fimmtudaginn 31.8. og áætlar að landa á nýju fiskveiðaári n.k. mánudag. Þá fór Vestri BA einnig á veiðar og landar í vinnslu í byrjun næstu viku. Þar með er hafin vinnsla á ný hjá Odda hf eftir sumarleyfi og hjólin aftur farin að snúast.
Eins og áður er framleiðslan ferskur fiskur í flug, saltfiskur og frystur fiskur.