fimmtudagurinn 20. ágúst 2009

Núpur á veiðar

Núpur BA fór sinn fyrsta túr s.l. sunnudagskvöld eftir sumarstopp síðan í júní. Unnið hefur verið að endurbótum og viðhaldi á skipinu meira og minna í allt sumar

 

Núpur fór í slipp í Hafnarfirði í júní og var þar fram í júlí. Þar voru gerðar lagfæringar á skrúfu og stýri, skipið var sandblásið að hluta, auk hefðbundins viðhalds.

 

Skipið kom aftur til Patreksfjarðar 19. júlí og var þá strax hafist handa við upptekt á aðalvél og endurnýjun glussalagna. Þau verk hafa verið í höndum Vélsmiðjunnar Loga á Patreksfirði auk þess sem starfsmenn Odda hafa komið að þeim, þeim viðgerðum er nú lokið. Áhöfn Núps er sú sama og á síðustu vertíð.

Vefumsjón