laugardagurinn 14. október 2006

Látrabjargsferð 2006

1 af 3

Í júlímánuði fóru starfsmenn Odda í sína árlegu sumarferð. Að þessu sinni var farið í rútuferð með Halldóri Þórðarsyni út á Látrabjarg.  Fuglalíf og annað dýralíf var skoðað og farið í göngu eftir bjarginu.   Veður var bjart en frekar vindasamt. 

 

Að lokinni ferð á bjargið var ekið til baka og náttúran skoðuð á nokkrum stöðum.  Gerður var góður stans við steinatök í Látravík og háðu margir mikla baráttu við Brynjólfstak sem enginn réði almennilega við og síðan var reynt við Júdas og höfðu nokkrir hraustir starfsmenn það af að lyfta honum. 

 

Eftir göngu og hvíld í Látravík var haldið til baka og áð  í nýju veitingahúsi á Patreksfjarðarflugvelli og borðaðar grillaðar lambarifjur með öllu tilheyrandi.    

 

Var allur aðbúnaður hinn besti og er vertinum  færðar bestu þakkir.

Vefumsjón