þriðjudagurinn 26. janúar 2010

Langur starfsaldur

Nokkrum  starfsmönnum Odda hf.  voru á dögunum veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu fyrirtækisins. Við það tækifæri var þeim þakkað langt og farsælt starf hjá fyrirtækinu.

 

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við þetta tækifæri eru þeir starfsmenn sem unnið hafa í landi lengur en tíu ár hjá fyrirtækinu en það eru alls tólf starfsmenn og hafa þeir unnið samtals í 170 ár.

 

Við þetta tækifæri kom fram að meðalafköst  hvers starfsmanns, sem hafa unnið í tíu ár hjá fyrirtækinu við snyrtingu og pökkun, væru  um tvö þúsund tonn af hráefni.   

 

Ennfremur  kom fram að fyrirtækið væri mjög heppið með starfsmenn sína, sem héldu tryggð við það, legðu sig fram og væru því svo og samfélaginu öllu mjög mikilvægir.

 

Á myndinni talið frá vinstri:

Halina, Sigurður, Janusz, Marzena, Anna, Beata, Hrafnhildur, Rannveig, Pétur, Wioletta, Smári og Skjöldur.

Vefumsjón