■ri­judagurinn 27. nˇvemberá2018

Kve­ja eftir vi­bur­arrÝkan sˇlarhring.

N˙pur BA 69.
N˙pur BA 69.

Kæru bæjarbúar.

Eins og flestir ef ekki allir vita þá lenti útgerð Odda í því á sunnudagskvöldið, sem engin útgerð vill lenda í, en það er að missa skip í strand. Þetta er líka reynsla sem framkvæmdastjóri vill helst ekki búa yfir og óhætt að segja að þetta hafi verið mesta áskorun mín til þessa sem framvæmdastjóri Odda. Því miður hefur forveri minn slíka reynslu sem reyndist mikil hjálp í þessu verkefni.

En ástæðan fyrir því að mig langaði til að setja niður nokkur orð hér, er fyrst og fremst að koma skilaboðum til alls þess frábæra fólks sem kom að þessu verkefni. Það er ótrúlega gott að búa í samfélagi þar sem allir sem vettlingi geta valdið sýna ótrúlega fornfýsi þegar eitthvað stórt bjátar á. Ég vil þakka öllum sem komu að þessu og sérstaklega Smára og félögunum í björgunarsveitinni Blakk, Kjartani kafara, en reynsla hans í svona málum er gríðaleg og aðdáunarvert að sjá hann og hans menn að störfum. Félagarnir í slökkviliðinu, lögreglu og starfsmönnum Odda vil ég þakka þeirra góða framlag. Ekki stóð á aðstoð annarra útgerða eins og Vestra sem dró strax upp veiðafæri til að koma til bjargar og var til taks þar til að skipið losnaði af strandstað og einnig Arnarlaxmönnum fyrir að taka þátt í að gera tilraun til að losa skipið.

En að lokum vil ég þó sérstaklega þakka og koma kveðju til áhafnar skipsins, sem stóðu sig allir sem hetjur enda eru þetta svo sannarlega allt hetjur, sem allir brugðust vel og rétt við þeim aðstæðum sem uppi voru enda margir með áratuga reynslu af öllum þeim aðstæðum sem geta komið upp í sjómennskunni.

Fyrir öllu er að enginn slasaðist, það er alltaf hægt að laga stolt Odda sem er og verður happafleyið Núpur.

Með góðri kveðju,

Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri.

Vefumsjˇn