föstudagurinn 2. janúar 2009

Jólaskemmtun starfsmanna Odda hf

 

Starfsmenn Odda hf héldu jólaskemmtun 30. desember og var gert ýmislegt til skemmtunar. Boðið var upp á súkkulaði og kökur og sungnir pólskir og íslenskir jólasöngvar undir öruggri stjórn þeirra systra Elzbieta Kowalczyk skólastjóra og Maria Jolanta tónlistarkennara og kórstjóra við Tónskólann í Vesturbyggð. Þær systur sungu einnig nokkur lög á pólsku og Elizabet las pólska jólasögu. Í lokin mættu íslenskir jólasveinar á leiði til fjalla og kættu yngsta hópinn með ærslum og gáfu þeim jólapoka. Starfsmenn Odda hf. þakka þeim systrum kærlega fyrir þeirra þátt í jólaskemmtuninni Þá var öllum starfsmönnum afhent gjafakort fyrir úttekt á flugeldum hjá Björgunarsveitinni Blakk og þannig slegnar tvær flugur í einu höggi að sýna starfsmönnum þakklætisvott fyrir góð störf á árinu 2008 og styrkja um leið hið góða starf hjá Blakki.

 

Var vel mætt á þessa jólaskemmtun sem var með nokkuð öðrum hætti en oft áður.

 

Starfsmönnum Odda hf. og Patreksfirðingum eru færðar bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár.

Vefumsjón