föstudagurinn 13. október 2006

Íţróttadagur Oddamanna

Íþróttadagur var hjá starfsmönnum Odda í dag.   Í því tilefni var öllum starfsmönnum boðið í íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð.   Mæting var 99% og var tekið á því í blaki, badminton og fótbolta.  Síðan tók Dóra Birna mannskapinn í leikfimi,  farið í  tækin í þreksalnum og  að lokum var öllum boðið í sund og heita pottinn.

 

Starfsmönnum gefst nú kostur á að mæta í íþróttamiðstöðina og greiðir aðeins 1/3 gjaldsins, en hinn hlutann greiðir starfsmannafélagið og fyrirtækið.   Þá býður Brattahlíð starfsfólkinu bestu afsláttarkjörin.

 

Nú er vonast til að starfsmenn verði duglegir að auka hreyfingu og mæta í íþróttir og nýta sér þessa frábæru aðstöðu.

 

Oddamenn þakka starfsmönnum Bröttuhlíðar fyrir frábærar móttöku og góðan aðbúnað.

Vefumsjón