mi­vikudagurinn 7. desemberá2005

Hagna­ur sj÷unda ßri­ Ý r÷­

Aðalfundur Odda hf. á Patreksfirði var haldinn  30. nóvember 2005.

 

Ársreikningur félagsins fyrir síðasta starfsár, sem er fiskveiðiárið 1.9.2004 til 31.8.2005,  sýndi að reksturinn á síðasta ári var félaginu hagstæður. Samanlagðar rekstrartekjur fiskvinnslu og útgerðar voru svipaðar og árið á undan og námu tæpum 800 milljónum króna.  Hagnaður var 34,2 millj. kr, en var árið á undan um 10,8 millj.kr.  Þetta er sjöunda árið í röð sem hagnaður er á rekstri félagsins.

 

Afkoma á rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði var þó lakari í ár en í fyrra, en þar kemur til lægri afurðatekjur vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar, en á móti kemur að fjármagnsliðir af erlendum skuldum félagsins eru jákvæðari af sömu ástæðum. 

Hin jákvæða afkoma síðastliðinna ára hefur gert það að verkum að eiginfjárstaða félagsins er nú um  368  millj. kr.  og eiginfjárhlutfallið 27%.  Þá er  lausafjárstaðan viðunandi  og er veltufjárhlutfallið 1,11.

 

Aðalfundur ákvað að greiða 7% arð til hluthafa.

 

Félagið fjárfesti á árinu í aflaheimildum fyrir um 500 milljónir króna og tæknibúnaði í fiskvinnslu fyrir um 55 milljónir króna.  Þá stóð félagið fyrir stofnun á fiskeldisfélaginu Þóroddi ehf. ásamt Þórsbergi ehf. í Tálknafirði og hefur  nýja félagið tekið við öllum eignum og rekstri  félaganna á þessu sviði. Miklar vonir eru bundnar við þorskeldistilraunir sem staðið hafa yfir í um 7 ár  á Tálknafirði og 4 ár á Patreksfirði. 

 

Framkvæmdastjóri Odda hf. er Sigurður Viggósson og stjórnarformaður Einar Kristinn Jónsson, rekstrarhagfræðingur.  Aðrir lykilstjórnendur eru  Halldór Leifson útgerðarstjóri,  Skjöldur Pálmason framleiðslustjóri,  Smári Gestsson yfirvélstjóri og Jón Bessi Árnason skipstjóri.

Vefumsjˇn