miðvikudagurinn 10. febrúar 2010

Góður afli í janúar

Afli Núps BA í janúar var með eindæmum góður eins sést á samantekt á vefsíðunni www.aflafrettir.com en þeirri síðu er haldið úti af Gísla Reynissyni í Sandgerði. Þar sést að Núpur er með mestan afla línubáta yfir landið og ber að hafa í huga að Núpur er með stytttri línu og fer að að jafnaði styttri ferðir en þeir bátar sem næst koma í aflamagni.

 

Afli skipsins í janúar var um 350 tonn miðað við óslægðan fisk en næsti bátur á listnaum var með um 309 tonn. Þetta er því sannarlega góður árangur hjá áhöfn Núpsins. Skipstjóri á Núpi er Jón Bessi Árnason, Stýrimaður er Bjarni Ragnar Guðmundsson og Yfirvélstjóri er Símon Ó. Viggósson.

Vefumsjón