mánudagurinn 15. febrúar 2016

Garðar BA 64 - líkan

Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerðarmaður.
Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerðarmaður.
1 af 2

Jónatan J. Stefánsson vélstjóri mætti til Patreksfjarðar í dag með líkan af Garðari BA 64 – landsþekktu skipi í útgerðarsögu landsins.  Upprunalegi Garðar, sem var byggður árið 1912 hefur verið í sátri í landi Skápadals í botni Patreksfjarðar frá árinu 1980.  Skipslíkanið er gert af Grími Karlssyni fyrrverandi skipstjóra  og er í réttum hlutföllum og er mikil listasmíð.

 

Jónatan sem er 73 ára í dag  15. febrúar var yfirvélstjóri fjögur síðustu árin áður en Garðari var lagt árið 1980 og ber miklar taugar til skipsins og Patreksfjarðar.  Jón Magnússon skipstjóri og stofnandi Odda og fleiri útgerðarfyrirtækja á Patreksfirði tók á móti skipinu, en það verður geymt í Odda hf á Patreksfirði,  þar til stofnað verður sögu- og minjasafn um úrtgerðarsögu Patreksfjarðar.

 

Myndirnar tók Janus Traustason.

Vefumsjón