fimmtudagurinn 26. janúar 2006

Einstaklingsbónus á ný

Þegar Oddi ákvað að kaupa nýja snyrtilínu síðastliðið haust þá var það meðal annars gert til þess að hafa þann möguleika að geta borgað svokallaða snyrtipremíu. Það er auka bónus sem starfsfólk á snyrtilínunni getur unnið sér inn með því að komast yfir ákveðin lágmörg í afköstum, nýtingu og gæðum.  Þetta fyrirkomulag er til reynslu næstu 3 mánuði.  Bæði starfsfólk og stjórnendur eru ánægðir með að þetta skuli loks vera mögulegt því þetta hefur bæði aukið afköst og hækkað laun til starfsmanna.

Vefumsjón