föstudagurinn 11. nóvember 2005

Danir með lægsta tilboð í breytingar á Vestranum

Skipsmíðastöðin Granly A/S í Esbjerg í Danmörku átti lægsta tilboð í breytingar á Vestra BA-63, en tilboðin voru opnuð fimmtudaginn í síðustu viku.  Danirnir komu til landsins um síðustu helgi til að skoða skipið og var skrifað undir samning á mánudaginn.  Eins og áður hefur komið fram verður gamli skrokkurinn þ.e. vélarrúmshlutinn fjarlægður og endurnýjaður, nýr kjölur smíðaður og tankar.  Skipt verður um aðalvél, ljósavél, gír og skrúfubúnað svo og stýri og skrúfu ásamt fleiru.  Áætlað er að breytingarnar taki um 3 mánuði og að skipið komi aftur heim um miðjan febrúar og fari þá beint á togveiðar.

Vefumsjón