laugardagurinn 12. nóvember 2005

Almenn ánægja með nýja vinnslukerfið

Nýja vinnslukerfið frá Marel sem tekið var í notkun nú í haust er farið að sanna sig.Nú þegar búið er nota kerfið í einn og hálfan mánuð, hafa bæði nýting og afköst aukist töluvert.Þrátt fyrir það að á sama tíma og kerfið var sett upp kæmu hingað 12 nýjir og algerlega óvanir starfsmenn til starfa frá Póllandi, hafa afköst aukist á hvern mann. Starfsfólkið var mjög fljótt að venjast nýjum aðstæðum og ekki að sjá annað en ánægja sé með starfsaðstöðuna.

Vefumsjón