mánudagurinn 19. desember 2005
Ágætis afli á halamiðum við ísröndina
Það hefur verið ágætis afli hjá Núpnum undanfarið norður á Barðagrunni eða í kringum 45 kör í lögn að meðaltali og þ.a. 25% af aflanum ýsa. Í síðasta túr var haldið norður á halamið, var aflinn þar frá 38 körum og upp í rúm 50 kör í lögn. Það er þónokkur ís á svæðinu og sést vel á meðfylgjandi mynd sem Björn Sigmundsson tók um borð þegar verið var að draga línuna í blíðskaparveðri á föstudaginn var.