miđvikudagurinn 17. maí 2006

14 tonn af ferskum flökum á einum degi !

Mjög góður gangur hefur verið í vinnslunni að undanförnu.  17. maí voru unnin rúmlega 48 tonn af slægðu hráefni í húsinu. Unnin voru 27 tonn af ýsu sem fór að mestu fersk á Bretland eða tæp 14 tonn. 1,5 tonn af steinbít voru unnin í flug og ríflega 20 tonn fóru í salt.  Rétt um 40 manns eru í vinnslunni og verður því að segja að afköst hafi verið mjög góð eða rétt um 1200 kg á hvern mann.

 

Allt frá því í haust þegar Oddi tók inn nýja vinnslulínu frá Marel þá hafa afköst verið að aukast mikið.  Stundum veitir ekki af,  því að eftir að Vestri BA kom aftur inn í hráefnisöflunina í mars síðastliðnum, þá hefur hann fiskað mjög vel bæði steinbít og ýsu.  Núpur BA stendur alltaf fyrir sínu og kemur með sinn ,,skammt” reglulega ásamt Brimnesi BA, en hann hefur lagt allan sinn afla upp hjá Odda þetta fiskveiðiár og hefur það verið fyrirtækinu mjög mikilvægt.

Vefumsjón