Frystiafur­ir

Oddi hf. er einn stærsti framleiðandi steinbíts á Íslandi og er sá hluti framleiðslunnar mjög mikilvægur hvað varðar frystihús félagsins.  Framleidd eru um 200 til 250 tonn af steinbítsafurðum á ársgrundvelli  sem nemur um 600 til 750 tonnum af hráefni.  Meginhluti framleiðslunnar fer á Frakklandsmarkað sem millilögð flök roðlaus með beini, hnakkastykki, portionir og eins og tveggja kílóa pakkningar, einnig fer nokkur hluti framleiðslunnar á Bandaríkjamarkað.

Hin meginafurð Odda hf. er þorskur og eru framleidd um 250 tonn af frystum afurðum úr þorski á ársgrundvelli.  Stærstur hluti þorskframleiðslunnar fer á markað á Spáni í svokölluð léttsöltuð flök og til Bandaríkjanna og eru það roðlaus og beinlaus flök og flakabitar.  Blokkarafurðir fara að mestu til Bretlands.   Ýsuframleiðsla fer ört vaxandi hjá fyrirtækinu. Lang stærsti hlutinn af því sem fer í frost  fer á Bandaríkjamarkað.

 

Í fiskvinnslu Odda hf. er lögð rík áhersla á gæðaeftirlit og hráefnisgæði,  sýni eru tekin af hráefni fyrir vinnslu og um borð í skipunum er meðhöndlun metin og skýrsla afhent sjómönnum eftir hvern túr. Stöðugt eftirlit er með snyrtingu flaka  í fiskvinnslunni og er notast við gæða- og eftirlitskerfi HACCP. Oddi hf. leggur metnað sinn í að viðhalda húsnæði og búnaði í samræmi við reglugerðir og kröfur matvælamarkaðarins. Gæðastjóri er Ólöf Guðrún Þórðardóttir og ber hún ábyrgð á eftirliti framleiðslunnar ásamt yfirverkstjóra.

 

Vinnsluferlið er í stöðugri endurskoðun og er stöðugt unnið  að því að gera það markvissara og einfaldara.  Lagt er mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og afurðarkaupendur. Er það gert m.a með heimsóknum og markaðstengdum fundum.  

 

 

Vefumsjˇn