Fiskvinnsla

Oddi hf. er framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er fyrirtækið þekkt á mörkuðum hér heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu og góða vöru.

 

Oddi hf. vinnur úr rúmlega 3600 tonnum af hráefni á ársgrundvelli sem skiptist í um 2300 tonn af þorski, 500 tonn af steinbít og 700 tonn af ýsu.  Rúmlega 60% af því hráefni sem Oddi hf. vinnur úr kemur frá eigin skipi, Núpi BA-69.   Vestri BA-63 er mikilvægur hlekkur í hráefnisöflun Odda hf. og er áætlað að hann leggi upp 1000-1500 tonn á ársgrundvelli á ári,  u.þ.b. 15% kemur af fiskmörkuðum og viðskiptabátum sem eru aðallega krókabátar. 

 

Allt innkeypt hráefni er flokkað fyrir vinnslu og tekur öll framleiðslustýring mið af stærð hráefnisins svo og gæðum.  Framleiðslan í þorski mótast að mestu leiti af stærð og gæðum þess hráefnis sem keypt er til vinnslunnar, þannig að smæsti fiskurinn fer í frystingu svo og millifiskur og stærri fiskur fer í saltfiskvinnslu, annarsvegar flattan fisk og hinsvegar flök.  Ferskfiskvinnslan (flugfiskur) mótast svo af mörkuðum hverju sinni þannig að unnið er bæði úr smærri og stærri fiski eftir markaðsaðstæðum hverju sinni.

 

Framleiðslustjóri er Skjöldur Pálmason 
Sími: 450 2108 - gsm: 896 1462 -  netfang: skjoldur hjá oddihf.is

 

Yfirverkstjóri og gæðastjóri er Guðrún Anna Finnbogadóttir 

Sími 450 2109 - gsm 859 3905 - netfang: ganna hjá oddihf.is

 

Verkstjóri og matsmaður í saltfiski er Pétur Kozuch

Simi 450 2109 - gsm 849 8474 -  netfang:  londun hjá oddihf.is

Vefumsjˇn