Fiskvinnsla

Oddi hf. er framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er fyrirtækið þekkt á mörkuðum hér heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu og góða vöru.

 

Oddi hf. vinnur úr um 5000 tonnum af hráefni á ársgrundvelli sem skiptist í um 4200 tonn af þorski, 380 tonn af steinbít, 350 tonn af ýsu og 140 tonn af löngu.  Rúmlega 62% af því hráefni sem Oddi hf. vinnur úr kemur frá eigin skipum, Núpi BA-69 og Patreki BA 64. og u.þ.b. 11% koma af fiskmörkuðum og 27% af viðskiptabátum sem eru aðallega krókabátar. 

 

Nßnar

Ferskar afur­ir

Oddi hf. hefur á síðustu árum stöðugt verið að efla vinnslu á ferskum flökum og flakahlutum  sem fluttur er með flugi á erlenda markaði og kemur þ.a. l. á borð neytandans án þess að hafa verið frystur.

 

Stærsti hluti ferskfiskframleiðslunnar er unnin úr þorski og ýsu eða um 95%.  Hluti framleiðslunnar eru ýsuflök fyrir Bandaríkjamarkað roðlaus og beinlaus.  Einnig eru framleidd þorskflök og hnakkastykki fyrir Frakkland og Belgíu, en  Bretland og nýverið Sviss eru mikilvægustu markaðarnir.

 

Frystiafur­ir

Oddi hf. er einn stærsti framleiðandi steinbíts á Íslandi og er sá hluti framleiðslunnar mjög mikilvægur hvað varðar frystihús félagsins.  Framleidd eru um 200 til 250 tonn af steinbítsafurðum á ársgrundvelli  sem nemur um 600 til 750 tonnum af hráefni.  Meginhluti framleiðslunnar fer á Frakklandsmarkað sem millilögð flök roðlaus með beini, hnakkastykki, portionir og eins og tveggja kílóa pakkningar, einnig fer nokkur hluti framleiðslunnar á Bandaríkjamarkað.

Hin meginafurð Odda hf. er þorskur og eru framleidd um 250 tonn af frystum afurðum úr þorski á ársgrundvelli.  Stærstur hluti þorskframleiðslunnar fer á markað á Spáni í svokölluð léttsöltuð flök og til Bandaríkjanna og eru það roðlaus og beinlaus flök og flakabitar.  Blokkarafurðir fara að mestu til Bretlands.   Ýsuframleiðsla fer ört vaxandi hjá fyrirtækinu. Lang stærsti hlutinn af því sem fer í frost  fer á Bandaríkjamarkað.

Nßnar

Saltfiskafur­ir

Oddi hf.  hefur frá upphafi starfrækt saltfiskvinnslu og var fyrirtækið m.a. til þess stofnað. Hornmerki (vörumerki) félagsins OPO er mjög þekkt á saltfiskmörkuðum erlendis, en helstu markaðslönd eru Spánn, Ítalía og Grikkland. Einnig er aukin vinnsla úr dragnótafiski svokallaðurAB+ fiskur sem er framleiddur fyrir Ítalíu -og Spánarmarkað.  Oddi hf. framleiðir um 500-700 tonn af saltfiskafurðum á ársgrundvelli og er stærsti hluti framleiðslunnar flattur þorskur en flök hafa einnig verið stór þáttur framleiðslunnar, allt eftir markaðsaðstæðum.

 

Oddi hf. leggur mikla áherslu á gæðaeftirlit í framleiðslu saltfiskafurða og er öll framleiðsla fyrirtækisins seld út á stöðugleika í gæðum framleiðslunnar.

 

Stærsti hluti saltfiskafurða  er seldur gegnum sölunet Iceland Seafood

Vefumsjˇn